Albert gaf orðrómi um Everton undir fótinn Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 16:17 Albert Guðmundsson lék sem lánsmaður með Fiorentina í vetur en er enn í eigu Genoa. Getty Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld. Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Sjá meira
Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn