Albert gaf orðrómi um Everton undir fótinn Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 16:17 Albert Guðmundsson lék sem lánsmaður með Fiorentina í vetur en er enn í eigu Genoa. Getty Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld. Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira
Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira