Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 18:11 Til stimpinga kom á milli einstakra mótmælenda síðasta laugardag. Vísir/Viktor Freyr Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag. Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51
Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03