Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 14:17 Bjarki Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson þekkjast vel enda báðir dáðir synir Skagans. Bjarki lék undir stjórn Guðjóns bæði hjá ÍA og í landsliðinu. Samsett/A&B/Getty „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan. Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Bjarki rifjar þetta upp í þætti tvö í hlaðvarpsseríunni Návígi, hliðarverkefni sem tengist sjónvarpsþáttunum A&B sem sýndir voru nýverið á Stöð 2 Sport. Í sjónvarpsþáttunum er fjallað um tvíburana Arnar og Bjarka en við vinnslu þáttanna safnaði Gunnlaugur Jónsson miklu aukaefni sem ekki komst að, og þar á meðal er sagan af því þegar Bjarki hætti í landsliðinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en eftir 39:05 mínútur af þættinum hefst umræða um þegar Bjarki hætti. Guðjón Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands sumarið 1997 og tók þá við af Loga Ólafssyni. „Mín saga með Gauja nær aðeins aftur, frá þessum árum þegar ég var næstum því farinn frá ÍA í Val. Það voru miklar vonir og væntingar með tilkomu Guðjóns sem landsliðsþjálfara, hjá mér líka enda þekkti ég hann vel,“ segir Bjarki sem var búinn að spila 23 A-landsleiki þegar Guðjón tók við, þá 24 ára gamall, en lék svo bara fjóra leiki í viðbót. „Hann velur mig í æfingamót á Kýpur, í ársbyrjun 1998. Þar voru spilaðir þrír leikir og þar geri ég mín stærstu mistök sem leikmaður, því ég basically hætti í landsliðinu, út af atviki sem var bara einhver „pabbaþrjóska“,“ segir Bjarki sem grínast með að hann hafi skap pabba bræðranna öfugt við Arnar sem hafi skap mömmu þeirra. Feðgarnir geti snöggreiðst og það hafi gerst daginn örlagaríka á Kýpur, þegar leikmenn sátu í anddyri liðshótelsins fyrir þriðja og síðasta leik mótsins. Segir Guðjón hafa hætt við og sett son sinn í stað Bjarka „Guðjón kemur til okkar og segir okkur byrjunarliðið. Við Arnar vorum báðir í því og allir ánægðir með það. Ég hafði ekki byrjað fyrsta leikinn en startaði annan leikinn og skoraði í honum. Svo kemur fundur í kjölfarið og hann les upp byrjunarliðið, og það var allt eins og hann hafði sagt nema hvað ég var ekki lengur í byrjunarliðinu heldur var Bjarni Guðjóns sonur hans kominn í byrjunarliðið í minn stað. Það fauk svo í mig,“ segir Bjarki sem rauk upp á hótelherbergi sitt. „Ég vissi ekkert hvað þú ætlaðir að gera,“ skaut Arnar inn í en Bjarki kom svo niður aftur og gekk í flasið á Guðjóni og Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var tæknilegur ráðgjafi landsliðsins. „Þetta var stundarbrjálæði“ „Ég labbaði beint til Gauja og sagði: „Ekki búast við mér í þessum leik“. Já, þetta var bara fáránlegt. Hann reyndi eitthvað en ég labbaði bara í burtu,“ segir Bjarki og sér greinilega eftir sinni hegðun. „Ef maður hugsar þetta sem umboðsmaður í dag þá var þetta fáránleg ákvörðun hjá mér. Þó þú sért stoltur og allt það, hafir á þessu skoðanir og finnist á þér brotið þá áttu bara að taka símtöl. Ræða við þína nánustu. Það fauk bara í mig. Þetta var stundarbrjálæði. Hræðileg ákvörðun. Mínum landsleikjaferli, eða ferli innan KSÍ, var bara lokið eftir þetta. Þér er ekki fyrirgefið fyrir eitthvað svona,“ segir Bjarki og grínaðist svo með að það hefði vissulega verið svolítið sérstakt að vera með hópnum á Kýpur eftir þetta og ferðast með honum heim. Hægt er að hlusta á þættina á tal.is með því að smella hér. Þáttur tvö er í spilaranum hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta A&B Návígi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann