Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 08:43 James Bond, væntanlega á Íslandi. Hvað gerði James Bond eiginlega á Íslandi? Það er stóra spurningin sem situr eftir þegar búið er að horfa á fyrstu stiklu leikjarins 007 First Light, sem starfsmenn IO Interactive eru að framleiða. Í stiklunni kemur fram að eitthvað mikið gerðist á Íslandi en ekki liggur fyrir hvað og óhætt er að segja að það sé töluvert pirrandi. 007 First Light er gerður af sama fólkinu og gerði leikina HITMAN um launmorðingjann fræga sem gengur undir nafinu 47, og ber leikurinn augljós merki þess. Leikurinn virðist fjalla um uppruna Bonds og fyrstu störf hans fyrir MI6. James Bond.IO Interactive Njósnarinn frægi er 26 ára gamall þegar leikurinn gerist og segir í tilkynningu frá IO Interactive að við spilun leiksins muni spilarar fylgja Bond víðsvegar um heiminn og takast á við fjölmörg vandamál og óvini. Svo virðist sem að Bond þurfi að kljást við annan útsendara MI6 sem gengur lausum hala. Þá má einnig sjá bregða fyrir persónum eins og M, Q og Moneypenny. Forsvarsmenn IO Interactive hafa sagt að þeir vonist til þess að framleiða þríleik um breska njósnarann. Leikurinn á að koma út á næsta ári á PC, Ps5, Xbox og Nintendo Switch 2. Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Í stiklunni kemur fram að eitthvað mikið gerðist á Íslandi en ekki liggur fyrir hvað og óhætt er að segja að það sé töluvert pirrandi. 007 First Light er gerður af sama fólkinu og gerði leikina HITMAN um launmorðingjann fræga sem gengur undir nafinu 47, og ber leikurinn augljós merki þess. Leikurinn virðist fjalla um uppruna Bonds og fyrstu störf hans fyrir MI6. James Bond.IO Interactive Njósnarinn frægi er 26 ára gamall þegar leikurinn gerist og segir í tilkynningu frá IO Interactive að við spilun leiksins muni spilarar fylgja Bond víðsvegar um heiminn og takast á við fjölmörg vandamál og óvini. Svo virðist sem að Bond þurfi að kljást við annan útsendara MI6 sem gengur lausum hala. Þá má einnig sjá bregða fyrir persónum eins og M, Q og Moneypenny. Forsvarsmenn IO Interactive hafa sagt að þeir vonist til þess að framleiða þríleik um breska njósnarann. Leikurinn á að koma út á næsta ári á PC, Ps5, Xbox og Nintendo Switch 2.
Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira