Delap spilaði undir stjórn Enzo Maresca, þjálfara Chelsea, hjá unglingaliði Manchester City ásamt Cole Palmer og Romeo Lavia tímabilið 2020-21.
Saman áttu þeir stórgott tímabil, Cole Palmer lagði fjölda marka upp fyrir Delap sem setti markamet þegar hann skoraði 24 mörk í 20 leikjum í ensku ungmenna úrvalsdeildinni. City stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar í fyrsta sinn það tímabil.
„Við ólumst upp saman og spiluðum frábæran fótbolta. Ég ræddi við þá áður en ég kom til Chelsea og er mjög spenntur að spila með þeim aftur… Cole er ótrúlegur, í öllu sem hann gerir, ég get ekki beðið eftir að spila fyrir framan hann og fá sendingar frá honum aftur“ sagði Delap eftir að hafa skrifað undir samning við Chelsea.
It's official. ✍️
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 4, 2025
„Ég þekki líka Levi Colwill eftir að hafa mætt honum svona hundrað sinnum þegar við vorum krakkar. Alltaf gaman að þekkja fólk þegar þú kemur í nýtt félag, ég talaði líka við hann og fékk góð ráð. Þeir sögðu mér allir hversu frábært væri að vera hér og ég er mjög spenntur að spila með þeim“ sagði Delap einnig.
Delap er 22 ára framherji sem kom til Chelsea frá Ipswich, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Chelsea keypti hann á klásúluverðinu, þrjátíu milljónir punda, og gerði samning til ársins 2031.