Ísak áreittur af stuðningsmönnum: „Hef aldrei séð svona áður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2025 08:02 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Düsseldorf. Stefan Brauer/DeFodi Images via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson varð að loka fyrir athugasemdir á samfélagsmiðlum þegar hann samdi við Köln. Hann yfirgefur erkifjendurna í Düsseldorf og fær að upplifa drauminn, að spila í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“ Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“
Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira