Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 10:39 Tap Trzaskowski í nýafstöðnum forsetakosningum þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnina. AP/Andrzej Jackowski Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira