Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2025 07:00 Konum hættir frekar til þess en körlum að sækja ekki um starf ef þeim finnst eins og eitthvað mögulega vanti upp á í ferilskránna miðað við hæfniskröfur í auglýsingu. Þegar sótt er um störf í einkageiranum eru þó ýmsar leiðir færar til að vega upp á móti þessum atriðum. Vísir/Getty Til fjölda ára hafa rannsóknir sýnt að karlmenn eru líklegri til að láta vaða og sækja um störf, þótt þeir uppfylli ekki allar hæfniskröfur. Konur eru aftur á móti líklegar til að sækja ekki um störf nema þær uppfylli hvert einasta atriði sem listað er upp og helst rúmlega það. Ímyndum okkur samt að við séum spennt fyrir umsókn um starf þar sem þó vantar eitthvað upp á í ferilskránni okkar miðað við hæfniskröfur í auglýsingu: Við séum að uppfylla flest en ekki allt, eða líður þannig að okkur finnist eitthvað vanta. Þegar sótt er um störf í einkageiranum eru þó ýmsar leiðir færar til að vega upp á móti þessu. Því þar er keppikeflið fyrst og fremst að ráða réttu manneskjuna í starfið. Hér eru nokkur ráð sem Indeed bendir á sem góðar leiðir til að draga fram kostina við að ráða okkur og hvers vegna við mögulega hentum best í tiltekið starf. Það sem við þó höfum Segjum sem svo að okkur vanti reynslu af sambærilegu starfi er um að gera að draga sérstaklega fram þá styrkleika sem við búum yfir og gætu einmitt hentað auglýsta starfinu sérstaklega vel. Á ensku eru þessir eiginleikar kallaðir transferable skills, en undir þá eiginleika flokkast alls kyns atriði, allt frá samskiptahæfni, seiglu, að vera lausnamiðaður eða sérþekking eins og verkefnastjórn, reynsla af því að koma fram, tímastjórnun og fleira. Stundum á það líka við að tilgreina sérstaklega félagsstörf þar sem hlutverkin okkar hafa verið þess eðlis að okkur finnst sú reynsla eiga vel við. Að finna samherja Annað sem væri gott að gera, er að leita til meðmælanda sem hefur trú á að þú getir vel sinnt því starfi sem verið er að auglýsa. Eða að ef við þekkjum eitthvað til innan fyrirtækisins, að fá einhvern þar til að benda á okkur. Sumum finnst þetta þó of óþægilegt skref. Eitthvað sem fólk varla kann við að biðja annað fólk um að gera. Góð leið til að taka þá samtalið er að leita ráða, frekar en að biðja um eitthvað. Leyfa því þá að koma í ljós, hvort samtalið leiðist á þá braut að viðkomandi býðst til að hjálpa. Að sanna mál sitt Þá er það að sanna mál okkar; Hvers vegna erum við hæf í starfið þótt eitthvað vanti upp á samkvæmt auglýsingu? Höfum við gert eitthvað, áorkað eitthvað, lært eitthvað, þjálfað eitthvað, tekið þátt í einhverju, búið eitthvað til og svo framvegis, sem við getum vísað í til staðfestingar á að við séum álitlegir kandídatar. Að passa vel við liðsheildina Eitt atriði gæti síðan staðið upp úr fyrir þann sem er að ráða. Og það er ef þú sýnilega virðist smellpassa sem góður liðsmaður inn í liðsheildina. Að kynna sér vinnustaðamenningu fyrirtækisins og draga fram hvað í okkar fari og eiginleikum virðist eiga einstaklega vel við, gæti því verið enn eitt góða ráðið. Það sem þú hefur aukalega Mögulega býrð þú yfir einhverjum hæfileikum, reynslu eða þekkingu sem þú telur að gætu nýst vel í tilteknu starfi þótt það hafi ekki verið tiltekið sem krafa í auglýsingu. Ef svo er, endilega að nefna það sérstaklega. Námsmaðurinn Í sumum tilfellum snýst málið einfaldlega um það að fólk er ungt og nýútskrifað úr námi þannig að helst vantar upp á starfsreynsluna. En þá getur líka verið gott að draga eitthvað fram úr náminu okkar sem við teljum rökstyðja vel hvers vegna við erum góðir kandídatar í starfið. Til dæmis hvort við eigum auðvelt með að læra, vinna verkefni í hóp, séum að stefna á þennan geira og svo framvegis. Lausnamiðuð ferilskrá Í raun erum við að búa til ferilskrá sem sýnir í verki hversu framtakssöm og lausnamiðuð við séum; Að þótt eitthvað smá vanti upp á miðað við hæfniskröfur í auglýsingu, þá séum við samt að sækja um og draga fram aðra kosti sem rökstyðja hvers vegna viðkomandi vinnuveitandi ætti að gefa okkur tækifæri til samtals. Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Ímyndum okkur samt að við séum spennt fyrir umsókn um starf þar sem þó vantar eitthvað upp á í ferilskránni okkar miðað við hæfniskröfur í auglýsingu: Við séum að uppfylla flest en ekki allt, eða líður þannig að okkur finnist eitthvað vanta. Þegar sótt er um störf í einkageiranum eru þó ýmsar leiðir færar til að vega upp á móti þessu. Því þar er keppikeflið fyrst og fremst að ráða réttu manneskjuna í starfið. Hér eru nokkur ráð sem Indeed bendir á sem góðar leiðir til að draga fram kostina við að ráða okkur og hvers vegna við mögulega hentum best í tiltekið starf. Það sem við þó höfum Segjum sem svo að okkur vanti reynslu af sambærilegu starfi er um að gera að draga sérstaklega fram þá styrkleika sem við búum yfir og gætu einmitt hentað auglýsta starfinu sérstaklega vel. Á ensku eru þessir eiginleikar kallaðir transferable skills, en undir þá eiginleika flokkast alls kyns atriði, allt frá samskiptahæfni, seiglu, að vera lausnamiðaður eða sérþekking eins og verkefnastjórn, reynsla af því að koma fram, tímastjórnun og fleira. Stundum á það líka við að tilgreina sérstaklega félagsstörf þar sem hlutverkin okkar hafa verið þess eðlis að okkur finnst sú reynsla eiga vel við. Að finna samherja Annað sem væri gott að gera, er að leita til meðmælanda sem hefur trú á að þú getir vel sinnt því starfi sem verið er að auglýsa. Eða að ef við þekkjum eitthvað til innan fyrirtækisins, að fá einhvern þar til að benda á okkur. Sumum finnst þetta þó of óþægilegt skref. Eitthvað sem fólk varla kann við að biðja annað fólk um að gera. Góð leið til að taka þá samtalið er að leita ráða, frekar en að biðja um eitthvað. Leyfa því þá að koma í ljós, hvort samtalið leiðist á þá braut að viðkomandi býðst til að hjálpa. Að sanna mál sitt Þá er það að sanna mál okkar; Hvers vegna erum við hæf í starfið þótt eitthvað vanti upp á samkvæmt auglýsingu? Höfum við gert eitthvað, áorkað eitthvað, lært eitthvað, þjálfað eitthvað, tekið þátt í einhverju, búið eitthvað til og svo framvegis, sem við getum vísað í til staðfestingar á að við séum álitlegir kandídatar. Að passa vel við liðsheildina Eitt atriði gæti síðan staðið upp úr fyrir þann sem er að ráða. Og það er ef þú sýnilega virðist smellpassa sem góður liðsmaður inn í liðsheildina. Að kynna sér vinnustaðamenningu fyrirtækisins og draga fram hvað í okkar fari og eiginleikum virðist eiga einstaklega vel við, gæti því verið enn eitt góða ráðið. Það sem þú hefur aukalega Mögulega býrð þú yfir einhverjum hæfileikum, reynslu eða þekkingu sem þú telur að gætu nýst vel í tilteknu starfi þótt það hafi ekki verið tiltekið sem krafa í auglýsingu. Ef svo er, endilega að nefna það sérstaklega. Námsmaðurinn Í sumum tilfellum snýst málið einfaldlega um það að fólk er ungt og nýútskrifað úr námi þannig að helst vantar upp á starfsreynsluna. En þá getur líka verið gott að draga eitthvað fram úr náminu okkar sem við teljum rökstyðja vel hvers vegna við erum góðir kandídatar í starfið. Til dæmis hvort við eigum auðvelt með að læra, vinna verkefni í hóp, séum að stefna á þennan geira og svo framvegis. Lausnamiðuð ferilskrá Í raun erum við að búa til ferilskrá sem sýnir í verki hversu framtakssöm og lausnamiðuð við séum; Að þótt eitthvað smá vanti upp á miðað við hæfniskröfur í auglýsingu, þá séum við samt að sækja um og draga fram aðra kosti sem rökstyðja hvers vegna viðkomandi vinnuveitandi ætti að gefa okkur tækifæri til samtals.
Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02
Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01