Stefnir í metkjörsókn í pólsku forsetakosningunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 14:31 Kona greiðir atkvæði í Varsjá í dag. Vísir/AP Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík. Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46