Manchester City ætlar að ráða þennan 42 ára gamla Hollending sem einn af aðstoðarmönnum Pep Guardiola fyrir næsta tímabil.
Fabrizio Romano segir frá þessum athyglisverðu fréttum á miðlum sínum.
Auk Lijnders þá gæti Kolo Touré einnig komið inn í þjálfarateymið hjá City.
Lijnders var lengi aðstoðarmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool en hætti um leið og þýski stjórinn.
Lijnders var fyrst aðstoðarmaður Brendan Rodgers hjá Liverpool frá árinu 2014 en hélt síðan áfram þegar Klopp tók við.
Lijnders tók við austurríska liðinu Red Bull Salzburg í júlí í fyrra en var látinn fara stuttu fyrir jól eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins 29 leikjum.