Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður einnig rætt við unga konu sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur nýverið, en hún segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna.
Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við útivistarsvæðið í Heiðmörk hafa vakið hörð viðbrögð, en meðal annars hafa fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur gagnrýnt áformin. Við ræðum áformin við Dóru Björt Guðjónsdóttir, formann skipulagsráðs borgarinnar í beinni útsendingu. Í fréttatímanum lítum við einnig við á sirkushátíðinni Flipp Festival sem er í fullum gangi um helgina.
Í sportinu verður meðal annars rætt við Daníel Guðna Guðmundsson sem verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir að starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.