Heiður Björk tekur við eftir brotthvarf Gunnars Egils Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 14:59 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir er nýr forstjóri Samkaupa. Samkaup Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Samkaupa, verður starfandi forstjóri fyrirtækisins þar til sameining við Orkuna er yfirstaðin. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin fimm ár. Í tilkynningu kemur fram að tilkynnt hafi verið um kaup Orkunnar á hlutum Kaupfélags Suðurnesja fyrr í mánuðinum en áætlað sé að þau gangi í gegn um leið og öllum fyrirvörum hafi verið aflétt. „Í framhaldi er stefnt að því að til verði eignarhaldsfélag sem starfi á sviði matvöru, orku, bílaþvottar og lyfsölu. Heiður mun stýra fyrirtækinu í samvinnu við aðra í framkvæmdastjórn. Gunnar Egill Sigurðsson hefur látið af störfum sem forstjóri eftir 23 ár hjá fyrirtækinu. „Kaupin eru jákvætt skref fyrir Samkaup. Þau styrkja stöðu fyrirtækisins og munu opna á tækifæri fyrir okkur til að bjóða betri verð og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við erum þakklát Gunnari Agli fyrir hans störf, en hann á mjög stóran þátt í vexti og þróun fyrirtækisins,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, nýr forstjóri Samkaupa. Heiður Björk hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin 5 ár. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Gunnar Egill kveður eftir 23 ár Gunnar Egill tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann hefði ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. „Ég er afar þakklátur fyrir öll tuttugu og þrjú árin sem ég hef starfað hjá Samkaupum og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð á smásölumarkaði um allt land. Sá árangur er aðeins til kominn vegna þess að hjá Samkaupum starfar einvala lið stjórnenda og starfsfólks með metnað fyrir starfinu og drifkraftinn sem þarf til að ná settum markmiðum. Kaupin opni nú ný tækifæri til að byggja upp enn sterkara og betra félag og ég hlakka til að fylgjast með framvindunni. Samkaup er í traustum höndum Heiðar og teymisins hennar,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Matvöruverslun Verslun Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að tilkynnt hafi verið um kaup Orkunnar á hlutum Kaupfélags Suðurnesja fyrr í mánuðinum en áætlað sé að þau gangi í gegn um leið og öllum fyrirvörum hafi verið aflétt. „Í framhaldi er stefnt að því að til verði eignarhaldsfélag sem starfi á sviði matvöru, orku, bílaþvottar og lyfsölu. Heiður mun stýra fyrirtækinu í samvinnu við aðra í framkvæmdastjórn. Gunnar Egill Sigurðsson hefur látið af störfum sem forstjóri eftir 23 ár hjá fyrirtækinu. „Kaupin eru jákvætt skref fyrir Samkaup. Þau styrkja stöðu fyrirtækisins og munu opna á tækifæri fyrir okkur til að bjóða betri verð og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við erum þakklát Gunnari Agli fyrir hans störf, en hann á mjög stóran þátt í vexti og þróun fyrirtækisins,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, nýr forstjóri Samkaupa. Heiður Björk hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin 5 ár. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Gunnar Egill kveður eftir 23 ár Gunnar Egill tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann hefði ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. „Ég er afar þakklátur fyrir öll tuttugu og þrjú árin sem ég hef starfað hjá Samkaupum og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð á smásölumarkaði um allt land. Sá árangur er aðeins til kominn vegna þess að hjá Samkaupum starfar einvala lið stjórnenda og starfsfólks með metnað fyrir starfinu og drifkraftinn sem þarf til að ná settum markmiðum. Kaupin opni nú ný tækifæri til að byggja upp enn sterkara og betra félag og ég hlakka til að fylgjast með framvindunni. Samkaup er í traustum höndum Heiðar og teymisins hennar,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Matvöruverslun Verslun Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira