Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins færi á topp deildarinnar en spennan er nær óbærileg þegar þrjár umferðir eru eftir.
Berlínarmenn sitja nú á toppnum með 52 stig eftir sigur dagsins, Íslendingalið Magdeburgar er í 2. sæti með stigi minna og Melsungen er í 3. sæti með 50 stig.
Elvar Örn skoraði úr 4 af 10 skotum sínum í leiknum.