„Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2025 19:05 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var afar ósáttur við varnarleik lærisveina sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í níundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. „Fyrstu 20 mínútur leiksins voru bara flottar og það leit allt út fyrir bara ánægjulega kvöldstund. Svo komast þeir yfir og það veldur mér vonbrigðum hvernig við bregðumst við því að lenda undir. Það var heilmikið eftir af leiknum og óþarfi að fara út úr leikplaninu okkar og fá á okkur tvö ódýr mörk í kjölfarið,“ sagði Halldór að leik loknum. „Það er sama uppi á tengingnum í þessum leik og í tapinu á móti FH í síðustu umferð. Við eigum í miklum vandræðum með að verjast fyrirgjöfum, löngum boltum og háum boltum. Andstæðingurinn má varla komast inn í vítateig okkar þá er hann búinn að skora. Þetta er áhyggjuefni og við þurfum að laga þetta í hvelli,“ sagði Halldór enn fremur. „Við erum klárlega að skapa nógu mikið af stöðum og færum til þess að skora fleiri mörk þannig að sóknarleikurinn veldur mér ekki áhyggjum. Það hversu linir við erum í varnarleiknum veldur mér hins vegar hugarangri,“ sagði þjálfari Blika. „Mér fannst við eiga góða möguleika á að koma okkur inn í leikinn með marki fram að því að við urðum manni færi um miðjan seinni hálfleik. Eftir það var brekkan aftur á móti brattari og því miður fengum vði ekkert út úr þessum leik,“ sagði Halldór. „Að mínu áttum við að fá víti þegar Ágúst Orri var felldur í fyrri hálfleik og svo fékk Valgeir olnbogaskot frá Ómari Birni sem hefði mátt taka öðruvísi á en var gert,“ sagði hann um ákvarðanir Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, í þessum leik. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Fyrstu 20 mínútur leiksins voru bara flottar og það leit allt út fyrir bara ánægjulega kvöldstund. Svo komast þeir yfir og það veldur mér vonbrigðum hvernig við bregðumst við því að lenda undir. Það var heilmikið eftir af leiknum og óþarfi að fara út úr leikplaninu okkar og fá á okkur tvö ódýr mörk í kjölfarið,“ sagði Halldór að leik loknum. „Það er sama uppi á tengingnum í þessum leik og í tapinu á móti FH í síðustu umferð. Við eigum í miklum vandræðum með að verjast fyrirgjöfum, löngum boltum og háum boltum. Andstæðingurinn má varla komast inn í vítateig okkar þá er hann búinn að skora. Þetta er áhyggjuefni og við þurfum að laga þetta í hvelli,“ sagði Halldór enn fremur. „Við erum klárlega að skapa nógu mikið af stöðum og færum til þess að skora fleiri mörk þannig að sóknarleikurinn veldur mér ekki áhyggjum. Það hversu linir við erum í varnarleiknum veldur mér hins vegar hugarangri,“ sagði þjálfari Blika. „Mér fannst við eiga góða möguleika á að koma okkur inn í leikinn með marki fram að því að við urðum manni færi um miðjan seinni hálfleik. Eftir það var brekkan aftur á móti brattari og því miður fengum vði ekkert út úr þessum leik,“ sagði Halldór. „Að mínu áttum við að fá víti þegar Ágúst Orri var felldur í fyrri hálfleik og svo fékk Valgeir olnbogaskot frá Ómari Birni sem hefði mátt taka öðruvísi á en var gert,“ sagði hann um ákvarðanir Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, í þessum leik.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira