Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 09:01 Nicolo Zaniolo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fiorentina og gæti núna verið á leið í langt bann. Getty/Giuseppe Maffia Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hinn 25 ára gamli Nicolo Zaniolo er sakaður um skelfilega hegðun eftir leik unglingaliða Fiorentina og Roma í fyrradag. Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann. Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann.
Ítalski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira