Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2025 16:02 Sævar Atli er orðinn leikmaður Brann Mynd: BRANN Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku. Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan: Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira
Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan:
Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira
Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09