Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Björn Berg Gunnarsson skrifar 3. júní 2025 07:42 Björn Berg Gunnarsson svarar spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Sendu spurningu á hann neðst í greininni. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá lesanda, þrjátíu og tveggja ára konu: „Sæll. Ég hef heyrt þig tala um að það sé gott að eiga neyðarsjóð, þá þurfi maður ekki að taka yfirdrátt ef eitthvað kemur upp á. Nú hef ég lent í því nokkrum sinnum að eyða þessum neyðarsjóði í hálfgerða vitleysu. Hvar á ég að geyma þennan sparnað svo ég freistist ekki til að nota hann?“ Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sæl og takk fyrir góða spurningu, þetta er aldeilis ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af svipuðum áhyggjum. Neyðarsjóðurinn þarf að vera heilagur. Við notum hann alls ekki nema í ítrustu neyð, en þá tökum við lán í honum í stað þess að nýta dýr neyslulán á borð við yfirdrátt, dreifingu á kreditkorti og aðrar greiðsludreifingar. Ef hann hefur verið notaður í almenna neyslu er nauðsynlegt að gera breytingar og gott að þú spyrjir, enda er hann ekki að nýtast sem skyldi. Við slíkar aðstæður gætu sumir freistast til að binda neyðarsjóðinn, til dæmis á reikningum sem ekki er hægt að losa nema með talsverðum fyrirvara eða í verðbréfum. Þá er vissulega meiri fyrirhöfn að nálgast sparnaðinn en við drögum þó úr gagnsemi. Forsenda þess að hann nýtist sem neyðarsjóður að hann sé aðgengilegur ef eitthvað bjátar á. Áskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að þú þarft að geta nálgast peningana hvenær sem er, en vilt þó ekki freistast til að eyða honum í „hálfgerða vitleysu“, eins og þú kemst að orði. Ef okkur tekst ekki að standast freistinguna þurfum við að koma fénu í ákveðna armslengd frá okkur. Þangað sem neyslugleðin í okkur nær ekki. Hér eru tvær hugmyndir sem þú gætir hugleitt: Leggðu sparnaðinn inn á reikning annars staðar en í þínum viðskiptabanka. Nefndu reikninginn „neyðarsjóð“. Hentu svo appi viðkomandi stofnunar út úr símanum þínum og ekki fá greiðslukort frá þeim. Biddu einhvern sem þú treystir um að geyma neyðarsjóðinn hjá sér, jafnvel í reiðufé. (Ungur maður sagði mér eitt sinn að hann hafi geymt neyðarsjóðinn sinn hjá frænda sem hann væri hræddur við. Þar með væri tryggt að peningarnir yrðu ekki sóttir nema góð ástæða væri til). Þú tekur ekki fram hversu hár neyðarsjóðurinn er, en það er líka smekksatriði og persónubundið. Ef þú ert með einhverjar neysluskuldir í dag (öll önnur lán en húsnæðis- og námslán) skaltu byrja með lítinn neyðarsjóð (100.000-500.000 kr.) og ráðast að krafti í að greiða upp skuldirnar. Þá lokar þú heimildinni og metur jafnvel hvort þú viljir hætta að nota kreditkort. Ef þú freistast til að eyða neyðarsjóðnum þínum í óþarfa er ekki útilokað að þú freistist sömuleiðis í að dreifa greiðslum og taka yfirdrátt. Þegar þú ert komin upp fyrir núllið bætir þú við neyðarsjóðinn þangað til hann nær fjárhæð sem ætti að duga fyrir flestu því sem upp getur komið, t.d. ef þú missir vinnuna eða við annað áfall. Ég vona að þetta gagnist þér vel. Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
„Sæll. Ég hef heyrt þig tala um að það sé gott að eiga neyðarsjóð, þá þurfi maður ekki að taka yfirdrátt ef eitthvað kemur upp á. Nú hef ég lent í því nokkrum sinnum að eyða þessum neyðarsjóði í hálfgerða vitleysu. Hvar á ég að geyma þennan sparnað svo ég freistist ekki til að nota hann?“ Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sæl og takk fyrir góða spurningu, þetta er aldeilis ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af svipuðum áhyggjum. Neyðarsjóðurinn þarf að vera heilagur. Við notum hann alls ekki nema í ítrustu neyð, en þá tökum við lán í honum í stað þess að nýta dýr neyslulán á borð við yfirdrátt, dreifingu á kreditkorti og aðrar greiðsludreifingar. Ef hann hefur verið notaður í almenna neyslu er nauðsynlegt að gera breytingar og gott að þú spyrjir, enda er hann ekki að nýtast sem skyldi. Við slíkar aðstæður gætu sumir freistast til að binda neyðarsjóðinn, til dæmis á reikningum sem ekki er hægt að losa nema með talsverðum fyrirvara eða í verðbréfum. Þá er vissulega meiri fyrirhöfn að nálgast sparnaðinn en við drögum þó úr gagnsemi. Forsenda þess að hann nýtist sem neyðarsjóður að hann sé aðgengilegur ef eitthvað bjátar á. Áskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að þú þarft að geta nálgast peningana hvenær sem er, en vilt þó ekki freistast til að eyða honum í „hálfgerða vitleysu“, eins og þú kemst að orði. Ef okkur tekst ekki að standast freistinguna þurfum við að koma fénu í ákveðna armslengd frá okkur. Þangað sem neyslugleðin í okkur nær ekki. Hér eru tvær hugmyndir sem þú gætir hugleitt: Leggðu sparnaðinn inn á reikning annars staðar en í þínum viðskiptabanka. Nefndu reikninginn „neyðarsjóð“. Hentu svo appi viðkomandi stofnunar út úr símanum þínum og ekki fá greiðslukort frá þeim. Biddu einhvern sem þú treystir um að geyma neyðarsjóðinn hjá sér, jafnvel í reiðufé. (Ungur maður sagði mér eitt sinn að hann hafi geymt neyðarsjóðinn sinn hjá frænda sem hann væri hræddur við. Þar með væri tryggt að peningarnir yrðu ekki sóttir nema góð ástæða væri til). Þú tekur ekki fram hversu hár neyðarsjóðurinn er, en það er líka smekksatriði og persónubundið. Ef þú ert með einhverjar neysluskuldir í dag (öll önnur lán en húsnæðis- og námslán) skaltu byrja með lítinn neyðarsjóð (100.000-500.000 kr.) og ráðast að krafti í að greiða upp skuldirnar. Þá lokar þú heimildinni og metur jafnvel hvort þú viljir hætta að nota kreditkort. Ef þú freistast til að eyða neyðarsjóðnum þínum í óþarfa er ekki útilokað að þú freistist sömuleiðis í að dreifa greiðslum og taka yfirdrátt. Þegar þú ert komin upp fyrir núllið bætir þú við neyðarsjóðinn þangað til hann nær fjárhæð sem ætti að duga fyrir flestu því sem upp getur komið, t.d. ef þú missir vinnuna eða við annað áfall. Ég vona að þetta gagnist þér vel.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira