Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 11:45 Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd, telur áhyggjuefni að eingöngu helmingur svarenda hafi treyst íslenskum fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda þingkosninganna 2024. Vísir/Vilhelm Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira