Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar 27. maí 2025 09:30 Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun