Ný forysta stefni í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Sanna Magdalena Mörtudóttir er hætt í innra starfi Sósíalistaflokksins. Vísir/Bjarni Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna.
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55