„Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:33 Fróðlegt verður að sjá hvað Aron Pálmarsson tekur sér fyrir hendur eftir að handboltaferlinum lýkur í sumar. Íslenska landsliðið mun nú þurfa að spjara sig án þessa magnaða íþróttamanns. Getty/Luka Stanzl Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni. Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“ Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“
Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira