Martin greindi sjálfur frá félagaskiptunum á samfélagsmiðlum en hinn 34 ára framherji virðist vera í toppformi, eða að minnsta kosti búinn að taka hendur nokkuð reglulega í ræktinni undanfarið.
1st pre season and full season back on English soil l since 2009 🙈
— Gary martin (@gazbov10) May 24, 2025
Excited for a new start @HebburnTown 👌 pic.twitter.com/gaMTUWJz1g
Hann er sem sagt búinn að semja við Hebburn Town F.C. sem leikur í Northern Premier League, sem er hluti af G og H-deild enska boltans.
Martin lék á Íslandi með hléum frá 2010-2024. Hann hóf ferilinn hér á landi með ÍA en lauk honum á láni hjá Víkingi frá Ólafsvík. Í millitíðinni lék hann með KR, ÍBV, Val, Víkingi Reykjavík og Selfossi. Hann skoraði alls 182 mörk í 342 leikjum í öllum keppnum. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014.
Gary kvaddi Ísland formlega síðasta haust en hann lék með áhugamannaliði Bishop Auckland F.C. í vetur.