Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Hún segir að í hádeginu hafi jarðskjálftahrina hafist við Reykjaneshrygg og sá stærsti riðið yfir klukkan 14:21. Enn sé unnið að yfirferð en samkvæmt fyrstu tölum hafi hann verið upp á 4,9.
Veðurstofunni hafi borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist vel á suður- og vesturlandi.
Kristín segir skjálfta sem þessa vel þekkta og ekkert bendi til þess að þeir tengist eldsumbrotum heldur megi að öllum líkindum rekja þá til flekahreyfinga.
Fréttin verður uppfærð.