Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Scott McTominay smellir kossi á ítalska meistarabikarinn. getty/SSC NAPOLI Nemanja Matic botnaði lítið í þeirri ákvörðun Manchester United að selja sinn gamla samherja, Scott McTominay, til Napoli í fyrra. Serbinn reyndist sannspár. Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira