„Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2025 08:02 Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania, sagði upp starfi sínu hjá Össuri undir lok síðasta árs eftir sextán ár og var síðan ráðin forstjóri Advania í lok febrúar á þessu ári. Hildur sagði upp áður en hún fór að þreifa fyrir sér á vinnumarkaði; Annað hefði henni fundist eins og að byrja að deita nýjan án þess að vera skilin. Vísir/Anton Brink Það er auðvelt að hafa gaman af spjallinu við nýjan forstjóra Advania: Hildi Einarsdóttur. Því hún hlær oft, talar hratt og á auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. Hildur er dóttir Kristínar Ingólfsdóttur fyrrum rektors Háskóla Íslands og Einars Sigurðssonar, fyrrum forstjóra MS. Einar tengja líka margir við Icelandair þar sem hann starfaði um árabil eða fjölmiðlana; fyrrum forstjóri Árvakurs en líka gamall fréttaþulur af RÚV, þar sem hann sá líka um Kastljós. Einar var líka einn af stofnendum Bylgjunnar. Var pabbi þinn þá frægur þegar þú varst lítil? „Nei ég man nú ekki eftir að hafa upplifað það þannig. Kannski helst að maður tæki eftir því að stundum heilsaði fólk honum úti í búð sem hann vissi ekki hvaða fólk var, en hefur þá örugglega verið fólk sem þekkti hann af skjánum,“ svarar Hildur og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við að kynnast nýjum forstjóra Advania: Hildi. Konunni sem kynntist manninum sínum á blindu stefnumóti, sér um allt sem snýr að smíðum og viðhaldsvinnu heima hjá sér, finnst sjúklega gaman að dansa, leikur sér með Legó og er ævintýralega skipulögð. Hildur og eiginmaðurinn Sölvi Davíðsson kynntust á blindu stefnumóti og skelltu sér nokkurn veginn strax í að eignast börn. Synirnir eru Pétur (11), Bjarki (9) og Bjarki (3). Hildur segir þann yngsta reyndar halda að hann sé tólf ára. Fordekruð af ást Hildur er fædd árið 1982 og það má í raun segja að hún hafi verið einbirnin fyrstu tólf árin. Því það var ekki fyrr en þá sem hún eignaðist yngri systur. „Ég var fordekruð, ekki bara af foreldrum mínum heldur líka vegna þess að ég var fyrsta barnabarnið báðum megin. Ég fékk því alla athyglina,“ segir Hildur en bætir við: „Ég er þó ekki að tala um að hafa verið dekruð með dóti eða drasli, heldur frekar góðri athygli og nærveru.“ Að eignast systur var algjör himnasending. „Við systurnar erum mjög nánar og ég varð auðvitað eins og aukamamma. Aldursmunurinn á milli okkar er samt það mikill að þegar ég eignaðist mitt yngsta barn var hún að eignast sitt elsta,“ segir Hildur og flissar pínu. Í æsku stundaði Hildur dans. Ballett í fyrstu en síðar áttaði hún sig á því að jazzballettinn var miklu skemmtilegri. „Miklu færri reglur!“ útskýrir hún. Heima fyrir var Hildur alin upp við að allir gengju í öll verk. Líka pabbinn. „Ég man að vinkonum mínum fannst þetta oft skrýtið. Að pabbi væri svona duglegur að greiða mér, hjálpa mér með búninga fyrir dansinn eða að ryksuga,“ segir Hildur; hlær en hristir höfuðið yfir því viðhorfi sem ríkti þá. Gelgjuárin gengu nokkuð snurðulaus fyrir sig. „Ég var feimin og myndi lýsa mér sem Besta barn. Var einkunnar-sjúk og spilaði meira að segja á fiðlu líka,“ segir Hildur og brosir. Í MR kynntist hún góðum hópi vina sem meira og minna hélt allur áfram í verkfræðina í Háskóla Íslands. Hvers vegna verkfræði? „Vegna þess að ég elska stærðfræði og eðlisfræði. Mér finnst þetta svo skemmtileg fög,“ segir Hildur af svo mikilli innlifun að hún hreinlega ljómar eins og sólin. Er virkilega hægt að elska fag eins og stærðfræði svona mikið? „Já ég veit að þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt. Í raun jafn gaman og að leysa gátur,“ útskýrir Hildur. Til að setja hlutina í tímalínu má nefna að Kristín móðir Hildar og fyrsti kvenkyns rektor Háskóla Íslands, var ekki orðin rektor þegar Hildur var í verkfræðináminu. „Nei ég útskrifast í júní 2005 og hún tók við viku síðar það ár,“ segir Hildur en bætir við: „En ég hafði auðvitað fylgst með henni í hennar vísindastarfi í gegnum árin því hún var prófessor í lyfjafræði áður en hún varð rektor. Ég náði samt að taka þátt í kosningunum og minnir meira að segja að ég hafi borið titilinn kosningastjóri.“ Hildur var alin upp við að á heimilinu gengu allir í öll verk. Mörgum vinkonum Hildar fannst þó skrýtið hversu duglegur pabbi hennar var að greiða henni, hjálpa til með dansbúninga eða ryksuga. Hildur varð auka-mamma þegar litla systir hennar fæddist og fékk hinn virðulega titill að vera kosningastjóri þegar móðir hennar var kosin fyrsti kvenkyns rektor HÍ. Blinda stefnumótið Áður en við vindum okkur í starfsframann, skulum við fá að kynnast Hildi aðeins betur sem persónu. Hildur er gift Sölva Davíðssyni forstöðumanni lögfræðisviðs Festi. Synirnir eru þrír; Pétur sem er ellefu ára, Birkir sem er níu ára og Bjarki sem er þriggja ára. „En heldur að hann sé tólf!“ segir Hildur um þann yngsta. Hildur og Sölvi kynntust á blindu stefnumóti. Tvær gamlar sálir árið 2012 að sögn Hildar. Löngu fyrir tíma Tinder. „Jafnöldrur mínar og vinkonur voru í samböndum og komnar í fæðingarorlof en ég var einhleypan. Einhvern tíma þegar við vorum á spjallinu lýsti ég því yfir að það að fara á eitthvað djamm niður í bæ til að eltast við eitthvað væri einfaldlega eitthvað sem ég meikaði ekki. „Ég verð þá bara ein!“ tilkynnti ég þeim,“ segir Hildur og hlær. „Sölvi er bróðir einnar vinkonu minnar þannig að stuttu síðar var mér tilkynnt að ég yrði einfaldlega að hitta hann. Því hann væri að segja nákvæmlega það sama og ég.“ Hildur vissi reyndar aðeins af Sölva, en þekkti hann ekki. „Því hann spilaði fótbolta með KR og auðvitað hafði maður svolítið verið að skottast á KR vellinum.“ Úr varð að Sölvi gekk hreint til verks, hringdi í Hildi og bauð henni út að borða. „Og við höfum verið saman síðan!“ Hildur ljómar eins og sólin þegar hún talar um stærðfræði og eðlisfræði. Því það séu svo skemmtileg fög! Hildur viðurkennir að eflaust þyki það ekkert töff en það að leysa þrautir, leika sér með lego eða vera í fögum eins og stærðfræði og eðlisfræði er ákveðin afslöppun fyrir hana.Vísir/Anton Brink Hildur er enn að dansa og hefur lengi kennt. „Ég er enn að því oft smala ég saman einhverjum miðaldra kerlingum og við dönsum brjálaða hip hop dansa,“ segir Hildur og skellihlær. Hildur segir dansinn samt einstaklega gott tjáningarform fyrir feimið fólk eins og hana. „Því í dansinum lærir maður að setja sig í stellingar, að koma fram og ég segi oft að dansinn sé svo bæði góð hreyfing en líka góð leið til að læra á sálina.“ Þegar Hildur fór í nám til Bretlands, segir hún dansinn hafa orðið mjög ríkjandi. „Dansinn var eiginlega hliðarlíf hjá mér. Því á daginn var ég verkfræðingur en á kvöldin dansaði ég Mamma mia!“ segir Hildur og skellir upp úr. „Þetta var rosalega skemmtilegur tími og þarna dansaði ég til dæmis með fullt af fólki sem hafði svo lengi dansað í söngsýningunni Cats að það var eiginlega farið að hreyfa sig eins og köttur í daglega lífinu.“ Hildur elskar að skíða, dansa, veiða, vera í sveitinni, leika sér með legó, smíða og fleira. Að vera að brasa eitthvað finnst henni meiri afslöppun en að gera ekki neitt. Enda leiðist henni aldrei og finnst einfaldlega alltaf gaman. Uppgangur á Íslandi en ekki í London Meistaranámið sem Hildur nam í London var Computational Neuroscience. „Sem ég hef eiginlega aldrei náð að þýða á íslensku almennilega,“ segir Hildur nokkuð hugsi. Síðar lauk Hildur líka stjórnunarnámi í Harvard. Í London bjó Hildur í fjögur ár; 2005-2009. „Ég elskaði að búa í London. Þekkti borgina nokkuð vel því að mamma og pabbi höfðu verið þar í námi. Fékk húsnæði á frábærum stað rétt hjá skólanum og var aldrei neitt lítil í mér að vera flytja út, þá 22 ára. Frekar bara spennt og ánægð, komst inn í nám sem mikil samkeppni ríkir um að komast í og fékk tækifæri til að vinna í rannsóknarhópi prófessors sem mig langaði mikið að vinna með.“ Það sem Hildi fannst standa upp úr í London var að kynnast menningunni beint í æð en eins líka að kynnast fólki frá mörgum ólíkum heimshornum. „Það er svo þroskandi. Því margir sem þarna voru höfðu ekki alist upp í svona bómull eins og ég. Fólk var þarna í námi sem hafði kannski upplifað stríð og fleira. Mér fannst þessi tími kenna mér mikið um þessa dínamík sem heimurinn er.“ Að flytja heim, rétt eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu fannst mörgum vinum Hildar algjör klikkun. Hvernig upplifðir þú bankahrunið, verandi búsett í London á þeim tíma? „Ég sat á skrifstofunni í vinnunni og horfði þar á ræðu Geirs Haarde og man að eftir að henni lauk, störðu allir á mig eins og eitt stórt spurningamerki og spurði: Bíddu hvað var að gerast?“ Því árin fyrir hrun voru alls ekki eins í London og þau höfðu verið á Íslandi. Það var ekkert þessi uppgangur hjá almenningi í London eins og var á Íslandi. Venjulegt fólk í London var því ekkert að upplifa sams konar tímabil og fólk hér. Í raun var uppgangurinn eitthvað sem maður sá bara þegar maður kom hingað heim. Hitti kannski fólk sem hafði tveimur árum áður verið með mér í háskólanámi en voru nú farin að fjárfesta og gera alls konar.“ Þegar þetta var, starfaði Hildur hjá líftækni-sprotafyrirtæki. Í gegnum þá vinnu, hitti hún fyrir fólk frá Össuri á ráðstefnu. Sem leiddi til þess að hún var ráðin þangað fljótlega. Í upphafi árs 2009 ákvað Hildur því að flytja heim. „Með tvær ferðatöskur.“ Þegar Hildur bjó í London lifði hún tvöföldu lífi: Var verkfræðingur á daginn en dansari á kvöldin. Hildi fannst það stór ákvörðun að hætta hjá Össuri en er spennt fyrir nýju starfi hjá Advania; Mörg tækifæri felist í tækniframförunum framundan og sjálf hafi hún alltaf verið tækninörd inn við beinið.Vísir/Einkasafn, Anton Brink Ævintýraárin í Össuri Hildur starfaði hjá Össuri í sextán ár. „Starfsemi Össurar kveikti strax í mér. Gildin þeirra og hugsjónin. Enda upplifði ég strax vinnuna mína sem eitthvað sem skiptir miklu máli,“ segir Hildur og útskýrir: „Að hitta kannski mann sem hafði misst fót. Og rétta honum nýjan fót. Þetta var magnað að upplifa. Sérstaklega vitandi það að nýr fótur er í raun lítið brot af því ferli sem viðkomandi manneskja þarf að fara í gegnum; Andlega hliðin ekkert síst erfið.“ Hildur starfaði fyrir Össur víða um heim. Ferðaðist oft og fór til dæmis til borga eins og Washington DC, Boston, LA, Berlinar, Parísar, Bologna, Eindhoven, Shanghai og svo lengi mætti telja. „Í þessu starfi kynntist maður því hversu ólík heilbrigðiskerfin geta verið út í heimi. Þar sem það er alls ekkert gefið að fólk fái greiðsluþátttöku á vörum eins og vörum Össurar. Ég var því fljótt farin að lobbía fyrir greiðsluþátttöku hér og þar um heiminn, vildi hafa áhrif og reyndi að tala fyrir því eins og ég gat.“ Samhliða urðu ýmsar breytingar á einkahögum Hildar. Því þótt hún hefði áður verið í langtímasambandi, gerðust hlutirnir mjög hratt þegar hún og Sölvi tóku saman. „Við kynntumst árið 2012 og elsti strákurinn fæddist árið 2013. Það má því segja að við höfum farið beint í það verkefni að búa til börn,“ segir Hildur og skellihlær. En hvernig gekk að vera með þrjá litla stráka á heimili og í starfi sem til dæmis kallaði oft á ferðalög og fjarveru? Ég myndi segja að blandan af miklu langlundargeði Sölva, gott bakland og ævintýralegt skipulag hjá mér þar sem ég set allt í excel, hafi látið þetta ganga mjög vel.“ Að vera verkfræðingur og lögmaður segir Hildur vera eins og tveir ólíkir heimar sem mætast. „Ég hafði til dæmis ekki séð bréfaklemmu í mörg ár fyrr en ég kynntist Sölva.“ Flestir vinir hans voru lögmenn og flestir vinir hennar verkfræðingar. „En einhvern veginn hefur okkur tekist að láta þessa tvo heima blandast vel saman.“ Nokkrar skemmtilegar fjölskyldumyndir. Heima fyrir sér Hildur um alla smíða- og viðhaldsvinnu en viðurkennir að í eldamennskunni sé hún afleit. Hildur og Sölvi leggja áherslu á að þegar þau séu heima, þá séu þau heima en ekki að vinna. Forstjórastóll Advania Hildur viðurkennir að það hafi verið ofboðslega stórt skref fyrir hana að ákveða að hætta hjá Össuri. Eitthvað sem hún íhugaði lengi. Og fannst erfið ákvörðun. „Ákvörðunin um að hætta var mér ekki léttvæg og ég viðurkenni að mér fannst rosalega skrýtið að ganga þaðan út síðasta daginn minn í febrúar,“ segir Hildur. Sem tilkynnt var sem nýr forstjóri Advania 26.febrúar síðastliðin og hóf störf þar nokkrum dögum síðar. „En ég bara fann að það var kominn tími til að breyta til. Því að miklu leyti fannst mér sjálfsmyndin mín vera orðin svo samofin Össuri og var komin í ákveðin þægindaramma,“ segir Hildur og bætir við: Ég sagði því upp undir lok síðasta árs og fór ekki að þreifa fyrir mér með nýtt starf fyrr en ég var búin að taka þessa stóru ákvörðun. Annars hefði mér einfaldlega liðið eins og ég væri byrjuð að deita nýjan án þess að vera skilin.“ Hildur segir aðskilnaðinn við Össur hafa verið afar fallegan enda hafi hún starfað þar með toppfólki. Það sama upplifi hún hjá Advania. Það skilja samt allir hugsjónina sem fylgir starfi eins og því að hjálpa fólki að fá nýjan útlim eins og Össur starfar við. Hvernig ertu að upplifa eitthvað sambærilegt hjá Advania? „Ég hef alltaf verið tækninörd og upplifi Advania því í mjög spennandi geira. Þetta er fyrirtæki sem kemur að öllum lögum samfélagsins og hefur mikla tengingu við nýsköpun. Tækniframfarirnar og þá ekki síst það sem framundan er með gervigreindinni þýðir að Advania er fyrirtæki sem er í návígi við að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að þróast og skara enn betur fram úr,“ segir Hildur og nefnir sem dæmi hversu mikil tækifæri felast í heilbrigðisgeiranum með aukinni tæknivæðingu. Svo ekki sé talað um menntamálin, sem Hildur einfaldlega segist sérstök áhugamanneskja um. Það sem Advania hefur staðið fyrir, til dæmis í mannauðsmálum, talar vel til mín og ég hef sjálf trú á því að reynslan mín af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi muni nýtast vel í starfinu mínu hér.“ Hildur segir svo margt hjá Advania hafi talað til sín; gervigreind, nýsköpun og tækniframfarir séu spennandi vettangur að vinna með en ekkert síður hafi fyrirtækið skarað fram úr í mannauðsmálum og fleira. Hildur nefnir sérstaklega spennandi tæknitækifæri í heilbrigðisgeiranum og skólakerfinu.Vísir/Anton Brink Finnst allt svo skemmtilegt Heima fyrir segir Hildur þriðju vaktina í fínu jafnvægi. Gengið sé samstíga í öll verk. „Sölvi sér samt alfarið um eldamennskuna, ég er alveg afleit í því,“ segir Hildur en bætir við: „Á móti kemur sé ég alfarið um alla smíða- og viðhaldsvinnu. Sem er mjög gott því að þá fæ ég að ráða!“ Svo framtakssöm getur hún þó orðið í smíðunum að lítil verk eins og að bæta við fataskáp í forstofunni breytist í að rífa niður vegg og fara í mun stærri framkvæmdir. „En ég get mikið séð um þetta sjálf þannig að þetta er svo sem ekki mjög íþyngjandi,“ segir hún feimnislega. Almennt lýsir hún þeim hjónum sem mjög heimakærum. „Við reynum að djöflast ekki í vinnunni þegar við erum heima. Því þá einbeitum við okkur að því að vera heima og leika við strákana.“ En virkar þetta alveg; til dæmis nú þegar þú ert orðin forstjóri? „Nei auðvitað kemur það fyrir hjá okkur báðum að við þurfum að segja strákunum að nú þurfi mamma eða pabbi aðeins að tala í símann vegna vinnunnar eða að skreppa í vinnuna á skringilegum tímum. Ég held samt að þetta snúist mikið um að setja sér sín eigin mörk,“ segir Hildur og bætir við: „Sem þýðir þá líka að setja sér mörk gagnvart öðrum. Ég reyni til dæmis að senda ekki út óþarfa tölvupósta á kvöldin eða um helgar. Óháð því hvort ég kannski skrifa tölvupóstana þá. Ég bíð samt með að senda þá þar til á mánudagsmorgni.“ Í fríum elskar fjölskyldan allt sem snýr að skíðum. Bláfjöll og Hlíðarfjall eru nefnd sérstaklega. Fjölskyldan hefur líka gott aðgengi að athvarfi í Borgarfirði þar sem foreldrar Hildar eiga bústað. „Okkur finnst líka gaman að veiða,“ segir Hildur og bætir þar við enn einu áhugamálinu. Hildur viðurkennir að kunna lítið að slaka á í forminu: Að gera ekkert. „Mér finnst líka rosalega gaman að leysa þrautir sem þýðir að mér finnst mjög gaman í Legó. Að leysa þrautir og ráðgátur er að vissu leyti leið fyrir mig að kúpla mig frá öðru. Þess vegna hefur mér kannski fundist stærðfræði og eðlisfræði svo skemmtileg.“ Það sama segir hún um smíðarnar. „Smíði fyrir mig er ákveðin slökun; það að brasa í einhverju heima og vera að gera við. Því mér finnst mjög gott og nærandi að vinna með höndunum og fæ í raun mun meira út úr því heldur en að gera ekkert,“ segir Hildur. Og hlær enn einu sinni. Áður en hún segir hálf afsakandi. Mér finnst eiginlega bara allt svo skemmtilegt. Þess vegna finnst mér einfaldlega alltaf svo gaman.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Sjá meira
Hildur er dóttir Kristínar Ingólfsdóttur fyrrum rektors Háskóla Íslands og Einars Sigurðssonar, fyrrum forstjóra MS. Einar tengja líka margir við Icelandair þar sem hann starfaði um árabil eða fjölmiðlana; fyrrum forstjóri Árvakurs en líka gamall fréttaþulur af RÚV, þar sem hann sá líka um Kastljós. Einar var líka einn af stofnendum Bylgjunnar. Var pabbi þinn þá frægur þegar þú varst lítil? „Nei ég man nú ekki eftir að hafa upplifað það þannig. Kannski helst að maður tæki eftir því að stundum heilsaði fólk honum úti í búð sem hann vissi ekki hvaða fólk var, en hefur þá örugglega verið fólk sem þekkti hann af skjánum,“ svarar Hildur og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við að kynnast nýjum forstjóra Advania: Hildi. Konunni sem kynntist manninum sínum á blindu stefnumóti, sér um allt sem snýr að smíðum og viðhaldsvinnu heima hjá sér, finnst sjúklega gaman að dansa, leikur sér með Legó og er ævintýralega skipulögð. Hildur og eiginmaðurinn Sölvi Davíðsson kynntust á blindu stefnumóti og skelltu sér nokkurn veginn strax í að eignast börn. Synirnir eru Pétur (11), Bjarki (9) og Bjarki (3). Hildur segir þann yngsta reyndar halda að hann sé tólf ára. Fordekruð af ást Hildur er fædd árið 1982 og það má í raun segja að hún hafi verið einbirnin fyrstu tólf árin. Því það var ekki fyrr en þá sem hún eignaðist yngri systur. „Ég var fordekruð, ekki bara af foreldrum mínum heldur líka vegna þess að ég var fyrsta barnabarnið báðum megin. Ég fékk því alla athyglina,“ segir Hildur en bætir við: „Ég er þó ekki að tala um að hafa verið dekruð með dóti eða drasli, heldur frekar góðri athygli og nærveru.“ Að eignast systur var algjör himnasending. „Við systurnar erum mjög nánar og ég varð auðvitað eins og aukamamma. Aldursmunurinn á milli okkar er samt það mikill að þegar ég eignaðist mitt yngsta barn var hún að eignast sitt elsta,“ segir Hildur og flissar pínu. Í æsku stundaði Hildur dans. Ballett í fyrstu en síðar áttaði hún sig á því að jazzballettinn var miklu skemmtilegri. „Miklu færri reglur!“ útskýrir hún. Heima fyrir var Hildur alin upp við að allir gengju í öll verk. Líka pabbinn. „Ég man að vinkonum mínum fannst þetta oft skrýtið. Að pabbi væri svona duglegur að greiða mér, hjálpa mér með búninga fyrir dansinn eða að ryksuga,“ segir Hildur; hlær en hristir höfuðið yfir því viðhorfi sem ríkti þá. Gelgjuárin gengu nokkuð snurðulaus fyrir sig. „Ég var feimin og myndi lýsa mér sem Besta barn. Var einkunnar-sjúk og spilaði meira að segja á fiðlu líka,“ segir Hildur og brosir. Í MR kynntist hún góðum hópi vina sem meira og minna hélt allur áfram í verkfræðina í Háskóla Íslands. Hvers vegna verkfræði? „Vegna þess að ég elska stærðfræði og eðlisfræði. Mér finnst þetta svo skemmtileg fög,“ segir Hildur af svo mikilli innlifun að hún hreinlega ljómar eins og sólin. Er virkilega hægt að elska fag eins og stærðfræði svona mikið? „Já ég veit að þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt. Í raun jafn gaman og að leysa gátur,“ útskýrir Hildur. Til að setja hlutina í tímalínu má nefna að Kristín móðir Hildar og fyrsti kvenkyns rektor Háskóla Íslands, var ekki orðin rektor þegar Hildur var í verkfræðináminu. „Nei ég útskrifast í júní 2005 og hún tók við viku síðar það ár,“ segir Hildur en bætir við: „En ég hafði auðvitað fylgst með henni í hennar vísindastarfi í gegnum árin því hún var prófessor í lyfjafræði áður en hún varð rektor. Ég náði samt að taka þátt í kosningunum og minnir meira að segja að ég hafi borið titilinn kosningastjóri.“ Hildur var alin upp við að á heimilinu gengu allir í öll verk. Mörgum vinkonum Hildar fannst þó skrýtið hversu duglegur pabbi hennar var að greiða henni, hjálpa til með dansbúninga eða ryksuga. Hildur varð auka-mamma þegar litla systir hennar fæddist og fékk hinn virðulega titill að vera kosningastjóri þegar móðir hennar var kosin fyrsti kvenkyns rektor HÍ. Blinda stefnumótið Áður en við vindum okkur í starfsframann, skulum við fá að kynnast Hildi aðeins betur sem persónu. Hildur er gift Sölva Davíðssyni forstöðumanni lögfræðisviðs Festi. Synirnir eru þrír; Pétur sem er ellefu ára, Birkir sem er níu ára og Bjarki sem er þriggja ára. „En heldur að hann sé tólf!“ segir Hildur um þann yngsta. Hildur og Sölvi kynntust á blindu stefnumóti. Tvær gamlar sálir árið 2012 að sögn Hildar. Löngu fyrir tíma Tinder. „Jafnöldrur mínar og vinkonur voru í samböndum og komnar í fæðingarorlof en ég var einhleypan. Einhvern tíma þegar við vorum á spjallinu lýsti ég því yfir að það að fara á eitthvað djamm niður í bæ til að eltast við eitthvað væri einfaldlega eitthvað sem ég meikaði ekki. „Ég verð þá bara ein!“ tilkynnti ég þeim,“ segir Hildur og hlær. „Sölvi er bróðir einnar vinkonu minnar þannig að stuttu síðar var mér tilkynnt að ég yrði einfaldlega að hitta hann. Því hann væri að segja nákvæmlega það sama og ég.“ Hildur vissi reyndar aðeins af Sölva, en þekkti hann ekki. „Því hann spilaði fótbolta með KR og auðvitað hafði maður svolítið verið að skottast á KR vellinum.“ Úr varð að Sölvi gekk hreint til verks, hringdi í Hildi og bauð henni út að borða. „Og við höfum verið saman síðan!“ Hildur ljómar eins og sólin þegar hún talar um stærðfræði og eðlisfræði. Því það séu svo skemmtileg fög! Hildur viðurkennir að eflaust þyki það ekkert töff en það að leysa þrautir, leika sér með lego eða vera í fögum eins og stærðfræði og eðlisfræði er ákveðin afslöppun fyrir hana.Vísir/Anton Brink Hildur er enn að dansa og hefur lengi kennt. „Ég er enn að því oft smala ég saman einhverjum miðaldra kerlingum og við dönsum brjálaða hip hop dansa,“ segir Hildur og skellihlær. Hildur segir dansinn samt einstaklega gott tjáningarform fyrir feimið fólk eins og hana. „Því í dansinum lærir maður að setja sig í stellingar, að koma fram og ég segi oft að dansinn sé svo bæði góð hreyfing en líka góð leið til að læra á sálina.“ Þegar Hildur fór í nám til Bretlands, segir hún dansinn hafa orðið mjög ríkjandi. „Dansinn var eiginlega hliðarlíf hjá mér. Því á daginn var ég verkfræðingur en á kvöldin dansaði ég Mamma mia!“ segir Hildur og skellir upp úr. „Þetta var rosalega skemmtilegur tími og þarna dansaði ég til dæmis með fullt af fólki sem hafði svo lengi dansað í söngsýningunni Cats að það var eiginlega farið að hreyfa sig eins og köttur í daglega lífinu.“ Hildur elskar að skíða, dansa, veiða, vera í sveitinni, leika sér með legó, smíða og fleira. Að vera að brasa eitthvað finnst henni meiri afslöppun en að gera ekki neitt. Enda leiðist henni aldrei og finnst einfaldlega alltaf gaman. Uppgangur á Íslandi en ekki í London Meistaranámið sem Hildur nam í London var Computational Neuroscience. „Sem ég hef eiginlega aldrei náð að þýða á íslensku almennilega,“ segir Hildur nokkuð hugsi. Síðar lauk Hildur líka stjórnunarnámi í Harvard. Í London bjó Hildur í fjögur ár; 2005-2009. „Ég elskaði að búa í London. Þekkti borgina nokkuð vel því að mamma og pabbi höfðu verið þar í námi. Fékk húsnæði á frábærum stað rétt hjá skólanum og var aldrei neitt lítil í mér að vera flytja út, þá 22 ára. Frekar bara spennt og ánægð, komst inn í nám sem mikil samkeppni ríkir um að komast í og fékk tækifæri til að vinna í rannsóknarhópi prófessors sem mig langaði mikið að vinna með.“ Það sem Hildi fannst standa upp úr í London var að kynnast menningunni beint í æð en eins líka að kynnast fólki frá mörgum ólíkum heimshornum. „Það er svo þroskandi. Því margir sem þarna voru höfðu ekki alist upp í svona bómull eins og ég. Fólk var þarna í námi sem hafði kannski upplifað stríð og fleira. Mér fannst þessi tími kenna mér mikið um þessa dínamík sem heimurinn er.“ Að flytja heim, rétt eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu fannst mörgum vinum Hildar algjör klikkun. Hvernig upplifðir þú bankahrunið, verandi búsett í London á þeim tíma? „Ég sat á skrifstofunni í vinnunni og horfði þar á ræðu Geirs Haarde og man að eftir að henni lauk, störðu allir á mig eins og eitt stórt spurningamerki og spurði: Bíddu hvað var að gerast?“ Því árin fyrir hrun voru alls ekki eins í London og þau höfðu verið á Íslandi. Það var ekkert þessi uppgangur hjá almenningi í London eins og var á Íslandi. Venjulegt fólk í London var því ekkert að upplifa sams konar tímabil og fólk hér. Í raun var uppgangurinn eitthvað sem maður sá bara þegar maður kom hingað heim. Hitti kannski fólk sem hafði tveimur árum áður verið með mér í háskólanámi en voru nú farin að fjárfesta og gera alls konar.“ Þegar þetta var, starfaði Hildur hjá líftækni-sprotafyrirtæki. Í gegnum þá vinnu, hitti hún fyrir fólk frá Össuri á ráðstefnu. Sem leiddi til þess að hún var ráðin þangað fljótlega. Í upphafi árs 2009 ákvað Hildur því að flytja heim. „Með tvær ferðatöskur.“ Þegar Hildur bjó í London lifði hún tvöföldu lífi: Var verkfræðingur á daginn en dansari á kvöldin. Hildi fannst það stór ákvörðun að hætta hjá Össuri en er spennt fyrir nýju starfi hjá Advania; Mörg tækifæri felist í tækniframförunum framundan og sjálf hafi hún alltaf verið tækninörd inn við beinið.Vísir/Einkasafn, Anton Brink Ævintýraárin í Össuri Hildur starfaði hjá Össuri í sextán ár. „Starfsemi Össurar kveikti strax í mér. Gildin þeirra og hugsjónin. Enda upplifði ég strax vinnuna mína sem eitthvað sem skiptir miklu máli,“ segir Hildur og útskýrir: „Að hitta kannski mann sem hafði misst fót. Og rétta honum nýjan fót. Þetta var magnað að upplifa. Sérstaklega vitandi það að nýr fótur er í raun lítið brot af því ferli sem viðkomandi manneskja þarf að fara í gegnum; Andlega hliðin ekkert síst erfið.“ Hildur starfaði fyrir Össur víða um heim. Ferðaðist oft og fór til dæmis til borga eins og Washington DC, Boston, LA, Berlinar, Parísar, Bologna, Eindhoven, Shanghai og svo lengi mætti telja. „Í þessu starfi kynntist maður því hversu ólík heilbrigðiskerfin geta verið út í heimi. Þar sem það er alls ekkert gefið að fólk fái greiðsluþátttöku á vörum eins og vörum Össurar. Ég var því fljótt farin að lobbía fyrir greiðsluþátttöku hér og þar um heiminn, vildi hafa áhrif og reyndi að tala fyrir því eins og ég gat.“ Samhliða urðu ýmsar breytingar á einkahögum Hildar. Því þótt hún hefði áður verið í langtímasambandi, gerðust hlutirnir mjög hratt þegar hún og Sölvi tóku saman. „Við kynntumst árið 2012 og elsti strákurinn fæddist árið 2013. Það má því segja að við höfum farið beint í það verkefni að búa til börn,“ segir Hildur og skellihlær. En hvernig gekk að vera með þrjá litla stráka á heimili og í starfi sem til dæmis kallaði oft á ferðalög og fjarveru? Ég myndi segja að blandan af miklu langlundargeði Sölva, gott bakland og ævintýralegt skipulag hjá mér þar sem ég set allt í excel, hafi látið þetta ganga mjög vel.“ Að vera verkfræðingur og lögmaður segir Hildur vera eins og tveir ólíkir heimar sem mætast. „Ég hafði til dæmis ekki séð bréfaklemmu í mörg ár fyrr en ég kynntist Sölva.“ Flestir vinir hans voru lögmenn og flestir vinir hennar verkfræðingar. „En einhvern veginn hefur okkur tekist að láta þessa tvo heima blandast vel saman.“ Nokkrar skemmtilegar fjölskyldumyndir. Heima fyrir sér Hildur um alla smíða- og viðhaldsvinnu en viðurkennir að í eldamennskunni sé hún afleit. Hildur og Sölvi leggja áherslu á að þegar þau séu heima, þá séu þau heima en ekki að vinna. Forstjórastóll Advania Hildur viðurkennir að það hafi verið ofboðslega stórt skref fyrir hana að ákveða að hætta hjá Össuri. Eitthvað sem hún íhugaði lengi. Og fannst erfið ákvörðun. „Ákvörðunin um að hætta var mér ekki léttvæg og ég viðurkenni að mér fannst rosalega skrýtið að ganga þaðan út síðasta daginn minn í febrúar,“ segir Hildur. Sem tilkynnt var sem nýr forstjóri Advania 26.febrúar síðastliðin og hóf störf þar nokkrum dögum síðar. „En ég bara fann að það var kominn tími til að breyta til. Því að miklu leyti fannst mér sjálfsmyndin mín vera orðin svo samofin Össuri og var komin í ákveðin þægindaramma,“ segir Hildur og bætir við: Ég sagði því upp undir lok síðasta árs og fór ekki að þreifa fyrir mér með nýtt starf fyrr en ég var búin að taka þessa stóru ákvörðun. Annars hefði mér einfaldlega liðið eins og ég væri byrjuð að deita nýjan án þess að vera skilin.“ Hildur segir aðskilnaðinn við Össur hafa verið afar fallegan enda hafi hún starfað þar með toppfólki. Það sama upplifi hún hjá Advania. Það skilja samt allir hugsjónina sem fylgir starfi eins og því að hjálpa fólki að fá nýjan útlim eins og Össur starfar við. Hvernig ertu að upplifa eitthvað sambærilegt hjá Advania? „Ég hef alltaf verið tækninörd og upplifi Advania því í mjög spennandi geira. Þetta er fyrirtæki sem kemur að öllum lögum samfélagsins og hefur mikla tengingu við nýsköpun. Tækniframfarirnar og þá ekki síst það sem framundan er með gervigreindinni þýðir að Advania er fyrirtæki sem er í návígi við að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að þróast og skara enn betur fram úr,“ segir Hildur og nefnir sem dæmi hversu mikil tækifæri felast í heilbrigðisgeiranum með aukinni tæknivæðingu. Svo ekki sé talað um menntamálin, sem Hildur einfaldlega segist sérstök áhugamanneskja um. Það sem Advania hefur staðið fyrir, til dæmis í mannauðsmálum, talar vel til mín og ég hef sjálf trú á því að reynslan mín af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi muni nýtast vel í starfinu mínu hér.“ Hildur segir svo margt hjá Advania hafi talað til sín; gervigreind, nýsköpun og tækniframfarir séu spennandi vettangur að vinna með en ekkert síður hafi fyrirtækið skarað fram úr í mannauðsmálum og fleira. Hildur nefnir sérstaklega spennandi tæknitækifæri í heilbrigðisgeiranum og skólakerfinu.Vísir/Anton Brink Finnst allt svo skemmtilegt Heima fyrir segir Hildur þriðju vaktina í fínu jafnvægi. Gengið sé samstíga í öll verk. „Sölvi sér samt alfarið um eldamennskuna, ég er alveg afleit í því,“ segir Hildur en bætir við: „Á móti kemur sé ég alfarið um alla smíða- og viðhaldsvinnu. Sem er mjög gott því að þá fæ ég að ráða!“ Svo framtakssöm getur hún þó orðið í smíðunum að lítil verk eins og að bæta við fataskáp í forstofunni breytist í að rífa niður vegg og fara í mun stærri framkvæmdir. „En ég get mikið séð um þetta sjálf þannig að þetta er svo sem ekki mjög íþyngjandi,“ segir hún feimnislega. Almennt lýsir hún þeim hjónum sem mjög heimakærum. „Við reynum að djöflast ekki í vinnunni þegar við erum heima. Því þá einbeitum við okkur að því að vera heima og leika við strákana.“ En virkar þetta alveg; til dæmis nú þegar þú ert orðin forstjóri? „Nei auðvitað kemur það fyrir hjá okkur báðum að við þurfum að segja strákunum að nú þurfi mamma eða pabbi aðeins að tala í símann vegna vinnunnar eða að skreppa í vinnuna á skringilegum tímum. Ég held samt að þetta snúist mikið um að setja sér sín eigin mörk,“ segir Hildur og bætir við: „Sem þýðir þá líka að setja sér mörk gagnvart öðrum. Ég reyni til dæmis að senda ekki út óþarfa tölvupósta á kvöldin eða um helgar. Óháð því hvort ég kannski skrifa tölvupóstana þá. Ég bíð samt með að senda þá þar til á mánudagsmorgni.“ Í fríum elskar fjölskyldan allt sem snýr að skíðum. Bláfjöll og Hlíðarfjall eru nefnd sérstaklega. Fjölskyldan hefur líka gott aðgengi að athvarfi í Borgarfirði þar sem foreldrar Hildar eiga bústað. „Okkur finnst líka gaman að veiða,“ segir Hildur og bætir þar við enn einu áhugamálinu. Hildur viðurkennir að kunna lítið að slaka á í forminu: Að gera ekkert. „Mér finnst líka rosalega gaman að leysa þrautir sem þýðir að mér finnst mjög gaman í Legó. Að leysa þrautir og ráðgátur er að vissu leyti leið fyrir mig að kúpla mig frá öðru. Þess vegna hefur mér kannski fundist stærðfræði og eðlisfræði svo skemmtileg.“ Það sama segir hún um smíðarnar. „Smíði fyrir mig er ákveðin slökun; það að brasa í einhverju heima og vera að gera við. Því mér finnst mjög gott og nærandi að vinna með höndunum og fæ í raun mun meira út úr því heldur en að gera ekkert,“ segir Hildur. Og hlær enn einu sinni. Áður en hún segir hálf afsakandi. Mér finnst eiginlega bara allt svo skemmtilegt. Þess vegna finnst mér einfaldlega alltaf svo gaman.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Sjá meira