Mikil veisluhöld verða á Anfield þennan dag en þá fær Liverpool afhentan bikarinn fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.
„Ég er búinn að fá veður af því að hann verði á svæðinu, það verður gaman,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool á blaðamannafundi í dag.
Klopp lét af störfum sem þjálfari Liverpool eftir síðasta tímabil og við hans starfi tók Arne Slot sem gerði sér lítið fyrir og gerði Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili.
Klopp hefur haldið sér fjarri Liverpool síðan Slot tók við og Þjóðverjinn er sjálfur síðan komin í starf hjá Red Bull fótboltasamstæðunni sem á fótboltafélög út um allan heim.
Undir stjórn Þjóðverjans vann Liverpool alla stóru titlana sem í boði voru, þar á meðal enska meistaratitilinn árið 2020 og Meistaradeildina árið 2019.