Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Hann segir málin alltaf enda á þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér.
Gert er ráð fyrir að Sæbraut verði komin í stokk eftir fimm ár. Við kynnum okkur framkvæmd sem er ætlað að stuðla að bættu umferðaröryggi og betri hljóð- og loftgæðum á svæðinu.
Þá sjáum við myndir frá opnun bakaría á Gasa eftir að dreifing hófst á hjálpargögnum, verðum í beinni frá veislu á Alþingi þar sem ýmsir munir eru til sýnis í tilefni afmælis og Magnús Hlynur kíkir í heimsókn til konu sem bakar kökur í líki sviðakjamma.
Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta og í Íslandi í dag hittir Vala Matt innanhúsarkitekt sem segir ekki þurfa stóra íbúð undir flott heimili.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:+