Sport

Lauf­ey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Laufey efst á palli og Guðný í öðru sætinu. 
Laufey efst á palli og Guðný í öðru sætinu.  aðsend

Laufey Agnarsdóttir er heimsmeistari í bekkpressu með búnaði í öldungaflokki eftir að hafa lyft 140 kílóum á heimsmeistarakeppninni í Drammen í Noregi fyrr í dag. Guðný Ásta Snorradóttir hreppti silfur í sömu grein.

Laufey keppti í +84 kílóa Masters 2 flokknum, sem er fyrir keppendur á aldrinum 50-59 ára og sló í leiðinni fjögur Íslandsmet með 132,5 kílóa, 137,5 kílóa og að lokum 140 kílóa lyftunni.

Guðný Ásta tók annað sætið í flokknum og bætti sitt persónulega met um fimm kíló, með 127,5 kílóa lyftu í annarri tilraun. Hún reyndi svo við 135 kíló í þriðju lyftunni, sem var dæmd ógild.

Þær eru báðar í Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur og kepptu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu.

Árangur Laufeyjar skilaði henni jafnframt öðru sæti yfir alla keppendur mótsins í Masters 2 flokknum.

Laufey varð í öðru sæti þvert á keppendur í kvennaflokki Masters 2. aðsend
Laufey og Guðný, ásamt þjálfara þeirra Ingimundi Björgvinssyni. aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×