Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 13:43 Einar Gautur er formaður Úrskurðarnefndar lögmanna. Hún tók Ómar ansi oft á beinið í fyrra. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna lagði í fyrra til við sýslumann að Ómar R. Valdimarsson yrði sviptur lögmannssréttindum tímabundið. Af sjö áminningum sem nefndin veitti í fyrra hlaut Ómar fimm. Í umfjöllun í Lögmannablaðinu um starfsemi úrskurðarnefndarinnar segir að árið 2024 hafi endurgjald verið lækkað í fjórum úrskurðum og fundið að störfum lögmanna átta sinnum. Sjö áminningar hafi verið veittar og þar af hafi einn lögmaður fengið fimm. Lagt hafi verið til að sýslumaður felldi niður réttindi lögmannsins tímabundið en ekki hafi verið orðið við beiðni úrskurðarnefndar. Áminntur ítrekað og hjólaði í nefndina Í umfjöllun Lögmannablaðsins er umræddur lögmaður ekki nefndur á nafn, ekki frekar en lögmenn almennt í úrskurðum nefndarinnar. Engum blöðum er þó um það að fletta að lögmaðurinn er Ómar R. Valdimarsson. Í fyrra voru fluttar þónokkrar fréttir af áminningum nefndarinnar til Ómars. Hann var meðal annars hirtur fyrir að birta viðkvæmar persónuupplýsingar um umbjóðanda sinn, sem hann átti í deilum við, að taka 38 prósent af bótum umbjóðanda í þóknun, og að senda dómara harla óvenjulegt tölvubréf í tengslum við Bankastræti club-málið svokallaða. Í október síðastliðnum stakk Ómar niður penna hér á Vísi og greindi frá því að hann byggist við allt að þremur áminningum frá nefndinni og sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallaði þá. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra.“ Ómar sagði í samtali við Vísi í fyrra að hann myndi stefna ríkinu til þess að fá áminninguna fyrir birtingu persónuupplýsinganna ógilta. „Það eru hreinar línur,“ sagði hann. Á þriðjudag fór fram aðalmeðferð í máli Ómars á hendur íslenska ríkinu og má því eiga von á dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Aldrei verið gert áður Einar Gautur Steingrímsson, formaður Úrskurðanefndar lögmanna, segir í samtali við Vísi að mál hafi aldrei náð svo langt áður að nefndin leggi til við sýslumann að lögmaður verði sviptur réttindum eða þau felld niður tímabundið. Það hafi þó stundum legið í loftinu. Úrskurðarnefndin gefi álit um það hvort það sé rétt að svipta lögmann réttindum, eða fella þau niður tímabundið, síðan sé hennar hlutverki lokið og málið alfarið í höndum sýslumanns, fyrir hönd ráðherra. Sem áður segir ákvað Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að taka ekki tillögu nefndarinnar og Ómar hélt því lögmannsréttindum sínum. Metfjöldi mála Í umfjöllun blaðsins segir að alls hafi 64 mál borist til Úrskurðarnefndar lögmanna árið 2024 og hafi aldrei verið fleiri á einu ári. Árið 2023 hafi borist 51 mál, sem einnig hafi verið met. Þá hafi tekist að ljúka 31 máli en tuttugu mál hafi verið afgreidd árið 2024. Af þeim málum sem bárust nefndinni á árinu 2024 hafi sextán verið afturkölluð en sex málum vísað frá án úrskurðar á upphafsstigum málsmeðferðar. Tvö mál hafi verið sameinuð og úrskurðað í 21 máli. Alls hafi því 47 úrskurðir verið kveðnir upp á árinu 2024, samanborið við 31 úrskurð á árinu 2023. Í málum varðandi ágreining um endurgjald vegna lögmannsstarfa hafi það verið lækkað í fjórum úrskurðum. Þá hafi verið fundið að störfum lögmanna átta sinnum í sex úrskurðum í málum sem lutu að kvörtunum vegna meintra brota lögmanns á lögum eða siðareglum lögmanna. Lögmennska Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Í umfjöllun í Lögmannablaðinu um starfsemi úrskurðarnefndarinnar segir að árið 2024 hafi endurgjald verið lækkað í fjórum úrskurðum og fundið að störfum lögmanna átta sinnum. Sjö áminningar hafi verið veittar og þar af hafi einn lögmaður fengið fimm. Lagt hafi verið til að sýslumaður felldi niður réttindi lögmannsins tímabundið en ekki hafi verið orðið við beiðni úrskurðarnefndar. Áminntur ítrekað og hjólaði í nefndina Í umfjöllun Lögmannablaðsins er umræddur lögmaður ekki nefndur á nafn, ekki frekar en lögmenn almennt í úrskurðum nefndarinnar. Engum blöðum er þó um það að fletta að lögmaðurinn er Ómar R. Valdimarsson. Í fyrra voru fluttar þónokkrar fréttir af áminningum nefndarinnar til Ómars. Hann var meðal annars hirtur fyrir að birta viðkvæmar persónuupplýsingar um umbjóðanda sinn, sem hann átti í deilum við, að taka 38 prósent af bótum umbjóðanda í þóknun, og að senda dómara harla óvenjulegt tölvubréf í tengslum við Bankastræti club-málið svokallaða. Í október síðastliðnum stakk Ómar niður penna hér á Vísi og greindi frá því að hann byggist við allt að þremur áminningum frá nefndinni og sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallaði þá. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra.“ Ómar sagði í samtali við Vísi í fyrra að hann myndi stefna ríkinu til þess að fá áminninguna fyrir birtingu persónuupplýsinganna ógilta. „Það eru hreinar línur,“ sagði hann. Á þriðjudag fór fram aðalmeðferð í máli Ómars á hendur íslenska ríkinu og má því eiga von á dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Aldrei verið gert áður Einar Gautur Steingrímsson, formaður Úrskurðanefndar lögmanna, segir í samtali við Vísi að mál hafi aldrei náð svo langt áður að nefndin leggi til við sýslumann að lögmaður verði sviptur réttindum eða þau felld niður tímabundið. Það hafi þó stundum legið í loftinu. Úrskurðarnefndin gefi álit um það hvort það sé rétt að svipta lögmann réttindum, eða fella þau niður tímabundið, síðan sé hennar hlutverki lokið og málið alfarið í höndum sýslumanns, fyrir hönd ráðherra. Sem áður segir ákvað Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að taka ekki tillögu nefndarinnar og Ómar hélt því lögmannsréttindum sínum. Metfjöldi mála Í umfjöllun blaðsins segir að alls hafi 64 mál borist til Úrskurðarnefndar lögmanna árið 2024 og hafi aldrei verið fleiri á einu ári. Árið 2023 hafi borist 51 mál, sem einnig hafi verið met. Þá hafi tekist að ljúka 31 máli en tuttugu mál hafi verið afgreidd árið 2024. Af þeim málum sem bárust nefndinni á árinu 2024 hafi sextán verið afturkölluð en sex málum vísað frá án úrskurðar á upphafsstigum málsmeðferðar. Tvö mál hafi verið sameinuð og úrskurðað í 21 máli. Alls hafi því 47 úrskurðir verið kveðnir upp á árinu 2024, samanborið við 31 úrskurð á árinu 2023. Í málum varðandi ágreining um endurgjald vegna lögmannsstarfa hafi það verið lækkað í fjórum úrskurðum. Þá hafi verið fundið að störfum lögmanna átta sinnum í sex úrskurðum í málum sem lutu að kvörtunum vegna meintra brota lögmanns á lögum eða siðareglum lögmanna.
Lögmennska Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01