Hluti almennings og fyrirtækja á erfiðara með að standa í skilum en áður

Þótt almenn vanskil hafi fremur farið lækkandi að undanförnu þá eru merki um að hluti einstaklinga og fyrirtækja eigi um erfiðara um vik að standa í skilum, samkvæmt hátíðnigögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus, á sama tíma og vextir Seðlabankans fara lækkandi. Vanskil heimila eru samt enn nokkuð minni en þau voru almennt að mælast fyrir heimsfaraldurinn.
Tengdar fréttir

Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar.

Bankinn gæti talið meiri áhættu að lækka vexti „of hægt en of hratt“
Þótt síðasta verðbólgumæling hafi verið „svekkjandi“ þá telja langflestir markaðsaðilar að peningastefnunefnd Seðlabankans muni horfa framhjá henni og lækka vextina aftur um 25 punkta, samkvæmt könnun Innherja, og benda sumir á að meirihluti nefndarmanna hljóti núna að líta til þess að meiri áhætta kunni að fylgja því að „lækka vexti of hægt en of hratt.“ Þá furða margir sig á því að viðvarandi sögulega hátt aðhaldsstig bankans sé ekki gagnrýnt í meira mæli og segja „ótrúlegt“ hversu lítið umtal sé um áhrifin af vaxandi óvissu og spennu í alþjóðlegu efnahagslífi.

Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti
Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn.