Innlent

Alma vill efla ís­lensku­kunn­áttu er­lendra hjúkrunar­fræðinga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarfræðinga. 

Í vikunni barst áskorun frá Félagi hjúkrunarfræðinga þar sem þess er krafist að íslenskukunnátta verði gerð að skyldu í faginu. 

Einnig fjöllum við  um mannbjörg sem varð við Rif á Snæfellsnesi í nótt þegar bátur strandaði. 

Við kíkjum líka til Mosfellsbæjar en þar fara fram kosningar í dag í lýðræðisverkefninu "Krakka Mosó", sem ætlað er að gefa börnum og unglingum tækifæri á að hafa áhrif á nærumhverfið.

Í sportpakka dagsins verður svo farið yfir úrslitin í fótboltanum frá því í blíðunni í gær.

Klippa: Hádegisfréttir 20. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×