Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 06:56 Scottie Scheffler ásamt konu sinni Meredith og syninum Bennett sem fögnuðu Wanamaker-verðlaunagripnum með honum. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler var tárvotur þegar hann lék lokaholuna á PGA-meistaramótinu í gær enda tilfinningarnar miklar eftir hans fyrsta sigur á mótinu, ári eftir að hann var handtekinn á sama móti. Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Sjá meira
Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti