Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 12:40 George Simion, leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, greiðir atkvæði. AP Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion. Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion.
Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent