Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 14:40 Hvað hefurðu gert fyrir mig nýlega? Lars Fruergaard Jørgensen var rekinn sem forstjóri Novo Nordisk þrátt fyrir að það hafi orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu í fyrra undir hans stjórn. Vísir/EPA Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk, eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu, tilkynnti í dag að það hefði rekið forstjóra sinn í skugga vaxandi samkeppni. Í tíð forstjórans hefur hagnaður fyrirtækisins nærri þrefaldast þökk sé þyngdarstjórnunar- og sykursýkislyfja þess. Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters. Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters.
Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44