Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 17:15 Jordan Spieth vann tíu PGA-mót, þar af þrjú risamót, á þremur árum en hefur síðan aðeins tvisvar fagnað sigri á PGA-mótaröðinni á sjö árum. Kevin C. Cox/Getty Images Rúmur mánuður er síðan Rory McIlroy vann sér inn langþráðan grænan jakka með því að fagna sigri á Masters-mótinu í golfi. Með sigrinum kom McIlroy sér einnig í fámennan hóp. Hóp sem Jordan Spieth vonast til að komast í á komandi PGA-meistaramóti. Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira