Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. maí 2025 15:02 „Drykkjumót“ eins og Sjally Pally eru ekki á útleið að sögn formannsins, þó Pílukastsambandið vilji ganga inn í ÍSÍ og vinni markvisst að auknu ungmenna- og æskulýðsstarfi. píludeild þórs Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi. Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi.
Pílukast Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira