Innlent

Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra en sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun.

Ráðherra segir það samdóma álit flestra að nú sé rétti tíminn til þess að losa hlut ríkisins í bankanum. 

Þá fjöllum við áfram um gagnalekamálið svokallaða en Jón Óttar Ólafsson sem rak njósnafyrirtækið PPP um tíma segist sannfærður um að það hafi verið Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem hafi lekið gögnum til Kveiks.

Einnig fjöllum við um aukna hættu á gróðureldum í góðviðrinu fyrir austan og heyrum í okkar manni í Basel en Væb bræður stíga á stokk í undankeppni Eurovision í kvöld.

Í sportpakka dagsins er það úrslitakeppnin í körfubolta kvennamegin sem verður til umfjöllunar en þar er oddaleikur framundan í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×