Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 18:42 Karl Wernersson var umfangsmikill fjárfestir á árunum fyrir hrun. Aðsend Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira