Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar 12. maí 2025 07:30 Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun