Innherji

Er­lendir sjóðir bæta nokkuð við stöðu sína í stuttum ríkis­verðbréfum

Hörður Ægisson skrifar
Þótt vægi erlendra fjárfesta í innlendum ríkisbréfum sé búið að hækka lítillega að undanförnu – það er enn minna en fyrir faraldurinn þegar það var um 13 prósent – þá er eignarhald þeirra hverfandi í samanburði við önnur vestræn ríki.
Þótt vægi erlendra fjárfesta í innlendum ríkisbréfum sé búið að hækka lítillega að undanförnu – það er enn minna en fyrir faraldurinn þegar það var um 13 prósent – þá er eignarhald þeirra hverfandi í samanburði við önnur vestræn ríki.

Viðsnúningur varð í fjárfestingu erlendra sjóða í íslenskum ríkisverðbréfum en eftir að hafa losað nokkuð um stöðu sína í slíkum bréfum í mars bættu þeir við sig fyrir jafnvirði milljarða króna í liðnum mánuði. Hreint fjármagnsinnflæði vegna kaupa á ríkisskuldabréfum nemur um átta milljörðum frá áramótum en á sama tíma hefur vaxtamunur við útlönd heldur farið lækkandi.


Tengdar fréttir

Er­lendir fjár­festar ekki selt meira í ís­lenskum ríkis­verðbréfum um ára­bil

Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði.

Væri „ekki heppi­legt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira

Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur.

„Ekki tíma­bært“ að rýmka reglur um af­leiðu­við­skipti með krónuna

Seðlabankinn telur rétt að fara „varlega“ í að létta á þeim takmörkunum sem gilda um afleiðuviðskipti bankanna með íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki sé tímabært að rýmka þær reglur, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til, enda gæti það opnað á aukna stöðutöku með gjaldmiðilinn nú þegar vaxtamunur við útlönd fer hækkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×