Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 12:05 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira