Sport

Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bræðirnir Jón og Ómar Ragnarssynir sem standa þarna saman en þeir voru báðir teknir inn í Frægðarhöllina.
Bræðirnir Jón og Ómar Ragnarssynir sem standa þarna saman en þeir voru báðir teknir inn í Frægðarhöllina. Vísir/Páll Halldór Halldórsson

Hálf öld er nú liðin frá fyrstu rallýkeppni sem haldin var á Íslandi og í tilefni af stórafmælinu var haldin sérstök afmælisveisla á Korputorgi í kvöld.

Miklu var til tjaldað vegna tímamótanna en þarna komu saman allir helstu ökumenn frá upphafi ásamt öðru rallýfólki. Hópurinn taldi samtals 420 manns.

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu rallýkeppni hér landi voru einnig í fyrsta sinn vígðir ökumenn inn í frægðarhöllina.

Alls voru sex rallýgoðsagnir teknar inn í þessa nýjustu frægðarhöll Íslendinga en það voru þeir Hafsteinn Hauksson heitinn, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Jón Rúnar Ragnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Bragi Guðmundsson og Sigurður Bragi Guðmundsson.

22 aðrir einstaklingar fengu Gullmerki Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fyrir vel unnin störf, og / eða vegna þátttöku sinnar í keppnum.

Í tilefni afmælisins þá verður rallýbílasýning innanhúss á Korputorgi um helgina, þar sem um fimmtíu bílar verða til sýnis.

Það verður líka boðið upp á eitt og annað sem gleðja mun augu og eyru gesta.

Opið er báða dagana frá ellefu til fimm en aðgangseyrir er 2500 krónur. Frítt er inn fyrir fimmtán ára og yngri.

Sex rallýgoðsagnir voru teknar inn í frægðarhöllina en það voru þeir Hafsteinn Hauksson heitinn, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Jón Rúnar Ragnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Bragi Guðmundsson og Sigurður Bragi Guðmundsson.Vísir/Páll Halldór Halldórsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×