Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 20:42 Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís, segir ekkert hæft í ásökunum um að eldflaugar fyrirtækisins hafi minnkað. Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni. Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars. Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira
Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars.
Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Sjá meira