Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 11:54 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í vikunni og mælist með tæp 30 prósent í könnunum á landsvísu. Aðeins um fjórðungur kjósenda vill flokkinn þó í ríkisstjórn. Vísir/EPA Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira