Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 11:54 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í vikunni og mælist með tæp 30 prósent í könnunum á landsvísu. Aðeins um fjórðungur kjósenda vill flokkinn þó í ríkisstjórn. Vísir/EPA Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira