Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:59 Verkamenn skoða gatið sem íranskur dróni á vegum Rússa skildi eftir sig í steinhvelfingunni utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið. Vísir/EPA Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira