Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 06:02 Frans páfi á ferð um Péturstorg, skömmu áður en hann lést í apríl. AP/Andrew Medichini Nánast fram á sitt síðasta reyndi Frans páfi að koma skikki á fjármál hins vellauðuga smáríkis, Vatíkansins. Þrátt fyrir miklar tilraunir í rúman áratug átti páfinn ekki erindi sem erfiði. Rekstrarhalli Páfagarðs þrefaldaðist í valdatíð Frans og stendur eftirlaunasjóður smáríkisins frammi fyrir allt að tveggja milljarða evra skuldbindingum sem óvíst er hvort hægt sé að greiða. Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar. Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar.
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira