Innlent

Hækkandi matar­verð hringir bjöllum hjá ráð­herra

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni.

Í morgun var einn leigjendanna borinn út eftir að hún neitaði að borga húsaleiguna sökum nágranna sem hrelli alla sem búa í húsinu. 

Þá verður rætt við atvinnuvegaráðherra sem segir að viðvörunarbjöllur fari í gang þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og króna styrkist. Hún vill skýringar á því. 

Einnig segjum við frá uppákomu sem varð í Þýskalandi í morgun þegar kanslarakjör í þýska þinginu fór út um þúfur. 

Í íþróttunum verður það körfuboltinn en nú liggur fyrir hvaða lið keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 6. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×