Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 15:02 Alexander Isak var öryggið uppmálað á vítapunktinum á ögurstundu. getty/Mike Hewitt Alexander Isak skoraði jöfnunarmark Newcastle United gegn Brighton þegar ein mínúta var til leiksloka. Lokatölur 1-1. Gambíumaðurinn Yankuba Minteh kom Brighton yfir á 28. mínútu og það virtist ætla að duga Mávunum til sigurs. En undir lok leiksins fékk Yasin Ayari, leikmaður Brighton, boltann í höndina og vítaspyrna var dæmd eftir skoðun á myndbandi. Isak tók spyrnuna og skoraði sitt 23. mark í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er í 4. sæti deildarinnar með 63 stig en Brighton er í því tíunda með 52 stig. Enski boltinn
Alexander Isak skoraði jöfnunarmark Newcastle United gegn Brighton þegar ein mínúta var til leiksloka. Lokatölur 1-1. Gambíumaðurinn Yankuba Minteh kom Brighton yfir á 28. mínútu og það virtist ætla að duga Mávunum til sigurs. En undir lok leiksins fékk Yasin Ayari, leikmaður Brighton, boltann í höndina og vítaspyrna var dæmd eftir skoðun á myndbandi. Isak tók spyrnuna og skoraði sitt 23. mark í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er í 4. sæti deildarinnar með 63 stig en Brighton er í því tíunda með 52 stig.