„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2025 21:12 Anton Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar framkvæmdar af hakkarahópi sem samsettur sé af ungu fólki, jafnvel unglingum. Vísir/Vilhelm Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna. „Þetta er verra en menn hafa látið uppi í byrjun,“ segir Anton en árásirnar hófust um páskana. Um er að ræða gagnagíslaárásir og var fyrst ráðist á Marks & Spencer. „Þau eru í verstu stöðunni rekstrarlega séð. Gengi félagsins hefur fallið um milljónir punda síðustu daga. Netverslun er gríðarlega stór í Bretlandi og Marks & Spencer eitt af stærstu fyrirtækjunum en netverslunin þeirra hefur legið niðri frá því um páskana,“ segir Anton. Hann segir þessar árásir oft tímasettar í kringum tíma þar sem verslun er mikil eins og jól eða páska. Það sé því engin tilviljun að hópurinn ráðist að verslununum núna. „Þetta var sett í gang rétt fyrir páska til að valda sem mestum skaða og áhrifum.“ Á vef Marks and Spencer stendur efst að netverslun sé tímabundið lokuð. Marks and Spencer Hann segir það sem er áhugavert við þessar árásir að yfirleitt séu þessar árásir framkvæmdar af þekktum óvinum í Rússlandi og Íran en þessi hópur, Scattered spider, sé samsettur af ungu fólki eða jafnvel unglingum sem séu frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana. Þessi sami hópur framkvæmdi mjög árangursríka árás á MGM í Las Vegas nýlega,“ segir Anton og aðferðir þeirra séu mjög þroskaðar og skilvirkar þrátt fyrir ungan aldur fólksins í hópnum. Nú beini þau athygli sinni að smásöluaðilum í Bretlandi og það virðist ganga vel. Hann segir Co-op hafa dregið úr árásinni í fjölmiðlum en samkvæmt þeim upplýsingum sem Syndis hafi sé fyrirtækið búið að glata gögnum tuttugu milljón viðskiptavina sinna til hakkara-hópsins. „Það þýðir alltaf í endann stór álitshnekkur og stórar sektir.“ Peningar eina ástæðan Hann segir Harrods í miklu brasi sömuleiðis. Þessi fyrirtæki séu með mikið af upplýsingum um sína viðskiptavini sem liggi þarna undir. „Það er kaupsaga, staðsetningar, heimilisföng og mögulega greiðslugögn. Fólk vistar kort og upplýsingar upp á þægindin,“ segir Anton sem sjálfur mælir ekki með að vista slíkar upplýsingar nema það sé hjá afar tryggum aðila. Hann segir Syndis fylgjast með hópum víða um heim. Oftast sé stríð eða pólitík sem liggi að baki árásunum en í þessu tilfelli sé um að ræða peninga. „Þetta er ungt peningadrifið fólk í Bretlandi og Bandaríkjunum. Óvinurinn er ekki í einhverju landi þar sem okkur þætti þægilegt að hafa hann. Hann er bara í suður-London eins og verslunin sem þau eru að ráðast á.“ Hann segir þennan hóp einn af þeim þróuðustu og skilvirkustu í heiminum í dag. „Það ná að fela slóð sína mjög vel,“ segir hann og að hópurinn sé í topp fimm í heiminum í skilvirkum netárásum. Hann segir árásir þeirra ekki bundnar við Bandaríkin eða Bretland. Þau hafi lagt áherslu áður á samgöngufyrirtæki en hafi fært sig yfir í smásöluna. „Það er sérstakt að sjá þessa þrjá risaaðila sem velta milljarða punda vera í darraðardansi við þennan hóp.“ Lausnargjaldið sjaldan greitt Hann segir ekkert endilega neitt sameiginlegt í rekstri fyrirtækjanna. Það sé einfaldlega peningurinn sem kalli. Fyrirtækin velti svakalegum upphæðum daglega og það sé það sem hópurinn sæki í. Yfirleitt sé það þó þannig að lausnargjaldið er ekki greitt. „Á Vesturlöndum er minna borgað og það almennt viðtekin venja að styðja ekki við glæpasamtök eða óvinveitt ríki. Það er sjaldan greitt en það kemur fyrir.“ Hann segir Syndis fylgjast vel með þessum geira í dag í kjölfar þessara árásar. „Við vöktum megnið af íslenskum innviðum allan sólarhringinn og fylgjumst náið með þessa dagana út frá þessari þróun,“ segir hann og að sérstaklega sé verið að fylgjast með smásöluaðilum á Íslandi og íslenskri netverslun. Netglæpir Bretland Öryggis- og varnarmál Verslun Tengdar fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Tölvuárásin sem gerð var á Toyota á Íslandi í nótt er til rannsóknar hjá starfsmönnum Syndis, OK og tölvudeild Toyota. Enn er unnið að því að byggja tölvukerfin upp á ný og fyrirbyggja frekari skaða. 13. janúar 2025 17:49 Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg. 22. desember 2024 09:56 Syndis ræður reyndan tölvuþrjót Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til starfa sænskan hakkara að nafni David Jacoby, einn reynslumesta sérfræðing Svíþjóðar í netöryggi. 4. júlí 2024 10:06 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
„Þetta er verra en menn hafa látið uppi í byrjun,“ segir Anton en árásirnar hófust um páskana. Um er að ræða gagnagíslaárásir og var fyrst ráðist á Marks & Spencer. „Þau eru í verstu stöðunni rekstrarlega séð. Gengi félagsins hefur fallið um milljónir punda síðustu daga. Netverslun er gríðarlega stór í Bretlandi og Marks & Spencer eitt af stærstu fyrirtækjunum en netverslunin þeirra hefur legið niðri frá því um páskana,“ segir Anton. Hann segir þessar árásir oft tímasettar í kringum tíma þar sem verslun er mikil eins og jól eða páska. Það sé því engin tilviljun að hópurinn ráðist að verslununum núna. „Þetta var sett í gang rétt fyrir páska til að valda sem mestum skaða og áhrifum.“ Á vef Marks and Spencer stendur efst að netverslun sé tímabundið lokuð. Marks and Spencer Hann segir það sem er áhugavert við þessar árásir að yfirleitt séu þessar árásir framkvæmdar af þekktum óvinum í Rússlandi og Íran en þessi hópur, Scattered spider, sé samsettur af ungu fólki eða jafnvel unglingum sem séu frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana. Þessi sami hópur framkvæmdi mjög árangursríka árás á MGM í Las Vegas nýlega,“ segir Anton og aðferðir þeirra séu mjög þroskaðar og skilvirkar þrátt fyrir ungan aldur fólksins í hópnum. Nú beini þau athygli sinni að smásöluaðilum í Bretlandi og það virðist ganga vel. Hann segir Co-op hafa dregið úr árásinni í fjölmiðlum en samkvæmt þeim upplýsingum sem Syndis hafi sé fyrirtækið búið að glata gögnum tuttugu milljón viðskiptavina sinna til hakkara-hópsins. „Það þýðir alltaf í endann stór álitshnekkur og stórar sektir.“ Peningar eina ástæðan Hann segir Harrods í miklu brasi sömuleiðis. Þessi fyrirtæki séu með mikið af upplýsingum um sína viðskiptavini sem liggi þarna undir. „Það er kaupsaga, staðsetningar, heimilisföng og mögulega greiðslugögn. Fólk vistar kort og upplýsingar upp á þægindin,“ segir Anton sem sjálfur mælir ekki með að vista slíkar upplýsingar nema það sé hjá afar tryggum aðila. Hann segir Syndis fylgjast með hópum víða um heim. Oftast sé stríð eða pólitík sem liggi að baki árásunum en í þessu tilfelli sé um að ræða peninga. „Þetta er ungt peningadrifið fólk í Bretlandi og Bandaríkjunum. Óvinurinn er ekki í einhverju landi þar sem okkur þætti þægilegt að hafa hann. Hann er bara í suður-London eins og verslunin sem þau eru að ráðast á.“ Hann segir þennan hóp einn af þeim þróuðustu og skilvirkustu í heiminum í dag. „Það ná að fela slóð sína mjög vel,“ segir hann og að hópurinn sé í topp fimm í heiminum í skilvirkum netárásum. Hann segir árásir þeirra ekki bundnar við Bandaríkin eða Bretland. Þau hafi lagt áherslu áður á samgöngufyrirtæki en hafi fært sig yfir í smásöluna. „Það er sérstakt að sjá þessa þrjá risaaðila sem velta milljarða punda vera í darraðardansi við þennan hóp.“ Lausnargjaldið sjaldan greitt Hann segir ekkert endilega neitt sameiginlegt í rekstri fyrirtækjanna. Það sé einfaldlega peningurinn sem kalli. Fyrirtækin velti svakalegum upphæðum daglega og það sé það sem hópurinn sæki í. Yfirleitt sé það þó þannig að lausnargjaldið er ekki greitt. „Á Vesturlöndum er minna borgað og það almennt viðtekin venja að styðja ekki við glæpasamtök eða óvinveitt ríki. Það er sjaldan greitt en það kemur fyrir.“ Hann segir Syndis fylgjast vel með þessum geira í dag í kjölfar þessara árásar. „Við vöktum megnið af íslenskum innviðum allan sólarhringinn og fylgjumst náið með þessa dagana út frá þessari þróun,“ segir hann og að sérstaklega sé verið að fylgjast með smásöluaðilum á Íslandi og íslenskri netverslun.
Netglæpir Bretland Öryggis- og varnarmál Verslun Tengdar fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Tölvuárásin sem gerð var á Toyota á Íslandi í nótt er til rannsóknar hjá starfsmönnum Syndis, OK og tölvudeild Toyota. Enn er unnið að því að byggja tölvukerfin upp á ný og fyrirbyggja frekari skaða. 13. janúar 2025 17:49 Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg. 22. desember 2024 09:56 Syndis ræður reyndan tölvuþrjót Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til starfa sænskan hakkara að nafni David Jacoby, einn reynslumesta sérfræðing Svíþjóðar í netöryggi. 4. júlí 2024 10:06 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Tölvuárásin sem gerð var á Toyota á Íslandi í nótt er til rannsóknar hjá starfsmönnum Syndis, OK og tölvudeild Toyota. Enn er unnið að því að byggja tölvukerfin upp á ný og fyrirbyggja frekari skaða. 13. janúar 2025 17:49
Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg. 22. desember 2024 09:56
Syndis ræður reyndan tölvuþrjót Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til starfa sænskan hakkara að nafni David Jacoby, einn reynslumesta sérfræðing Svíþjóðar í netöryggi. 4. júlí 2024 10:06